is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11889

Titill: 
  • Endurbætt þýðing foreldraútgáfu SDQ listans. Próffræðilegir eiginleikar í hópi 6-10 ára barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika endurbættrar útgáfu íslenskrar þýðingar spurningalistans Strength and Difficulties Questionnaire (SDQ). Nafn listans hefur verið þýtt á íslensku sem ,,spurningar um styrk og vanda”. Listinn á að skima fyrir hegðunar- og tilfinningavanda barna og spyr hann bæði um styrk og vanda. Hér á landi er til ein útgáfa af SDQ listanum fyrir foreldra 4-16 ára barna og ein útgáfa fyrir kennara 4-16 ára barna. Í þessari rannsókn var skoðuð foreldraútgáfa listans fyrir 6-10 ára börn. Sendir voru út 597 listar til foreldra, og til baka komu 212 listar. Það komu listar fyrir 107 stráka og 105 stelpur, en fjórir foreldrar tóku ekki fram kyn á barni sínu. Niðurstöður útreikninga sýndu innri áreiðanleika heildarerfiðleikatölu 0,68. Alfastuðlar undirkvarðanna voru á bilinu 0,53-0,82. Við þáttagreiningu komu í ljós sex þættir, en einnig var valin fimm þátta lausn af kenningarlegum forsendum. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að endurbæturnar skili sér ekki í betri próffræðilegum eiginleikum fyrir þennan aldurshóp. Niðurstöður yrðu hins vegar áreiðanlegri ef skoðaður yrði stærri hópur um allt landið.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs skil- Rebekka og Þóra.pdf838.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna