is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11894

Titill: 
  • Vannæring Krabbameinssjúklinga. Mat á næringarástandi og hlutverk hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vannæring er algengur fylgikvilli krabbameins og meðferðar þess. Þyngdartap getur orðið hjá allt að 50% sjúklinga með ákveðnar tegundir krabbameina. Tilgangur þessa fræðilegu samantektar var að skoða áhrif sjúkdómsins og meðferðar á næringarástand krabbameinssjúklinga og hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að aðstoða hann við að uppfylla næringarþarfir sínar í gegnum sjúkdómsferlið. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: 1) Hvernig er hægt að fyrirbyggja vannæringu og viðhalda næringarþörfum krabbameinssjúklinga? 2) Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga og hvernig geta þeir aðstoðað einstaklinginn við að uppfylla næringarþarfir sínar í sjúkdómsferlinu? Leitað var í gagnasöfnum PubMed, CINAHL og Scopus og var unnið með rannsóknir sem voru ýmist megindlegar eða eigindlegar. Þessi samantekt byggir á 12 rannsóknum sem könnuðu þetta viðfangsefni. Helstu niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að reglubundið mat á næringarástandi sjúklings í gegnum sjúkdómsferlið skiptir meginmáli til að fyrirbyggja vannæringu. Einnig sýndu rannsóknir að fræðsla og næringarstuðningur hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í meðferð sjúklinga en hjúkrunarfræðingar telja sig ekki í stakk búna til að veita gagnreynda fræðslu. Lítið hefur verið rannsakað varðandi fræðslu um almennt fæði og takmarkaðar klínískar leiðbeiningar eru í boði.
    Lykilorð: Krabbamein, næring, hjúkrunarfræðingur, vannæring, krabbameinslyfjagjöf

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HIldur og Guðrún.pdf221.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna