en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11895

Title: 
 • Title is in Icelandic Mál- og tjáskiptageta sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm og væga heilabilun
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessarar rannsóknar var að meta og lýsa einkennum mál- og tjáskiptavanda íslenskra sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm og væga heilabilun. Tengslin á milli útkomu á prófum sem prófa málgetu og prófi sem prófar hagnýta tjáskiptagetu voru könnuð, og hvort úrvinnsla setningafræði hefði meiri tengsl við mállega getu eða vitræna. Rannsóknin hafði einnig það markmið að koma með tillögur að íhlutunaraðferðum sem gætu komið til greina.
  Notuð voru tvö greiningarpróf sem meta málgetu og eitt sem metur hagnýta tjáskiptagetu, auk þess sem gert var mat á máltjáningu og skrift. Niðurstöður MMSE-skimunarprófs voru notaðar sem mælikvarði á vitræna færni þátttakenda ef þær lágu fyrir. Þátttakendur voru 12 sjúklingar sem höfðu nýlega verið greindir með Alzheimerssjúkdóm og væga heilabilun, valdir af sálfræðingi og öldrunarlækni á Minnismóttöku öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti. Í þátttöku fólst að hitta rannsakanda einu sinni þar sem fyrirlögn prófa fór fram.
  Niðurstöðurnar sýndu að orðminni er tekið að skerðast hjá flestum snemma í Alzheimerssjúkdómi. Vandi við setningafræðiúrvinnslu kemur einnig fram á þessu stigi og getur birst sem vandi við að skilja fyrirmæli og flóknari samræður. Skerðing á hagnýtum tjáskiptum er í mörgum tilfellum komin fram en innihald í orðræðu og skriflegri lýsingu er ekki tekið að skerðast miðað við þær mæliaðferðir sem voru notaðar í rannsókninni. Vægur vandi kemur fram við stafsetningu. Hagnýt tjáskiptageta hafði talsverða fylgni við flestar mælingar en fylgni við mælingar sem tengdust vitrænni færni voru sterkastar. Úrvinnsla setninga hafði sterkari tengsl við mat á vitrænni færni og hagnýtum tjáskiptum en mælingar á mállegri getu. Þar sem úrtakið er lítið ber að túlka niðurstöðurnar með fyrirvara og líta á þær sem vísbendingar um það sem gæti komið út úr rannsókn á stærra úrtaki.
  Þær íhlutunaraðferðir sem reyndust hafa sterkastan rannsóknargrunn og gætu hugsanlega hentað fyrir þennan sjúklingahóp eru spaced-retrieval minnisþjálfun, sem hægt er að nota til að þjálfa orðminni og einnig til að koma í veg fyrir erfiða samskiptahegðun; og notkun minnis- og samskiptabóka í samblandi við þjálfun aðstandenda og umönnunaraðila.

 • The purpose of this study was to assess and report the characteristics of the language and communication impairments of Icelandic patients with mild dementia of the Alzheimer’s type. Performance on language and communication tasks was explored, as well as the question of if sentence processing had a stronger correlation with language or cognitive abilities. Another aim of the study was to suggest an intervention strategy that would be appropriate for the Icelandic patient group.
  Participants were twelve patients that had recently been diagnosed with mild dementia of the Alzheimer’s type. Participants were selected by a psychologist and a geriatrician at the memory clinic of Landspítali at Landakot. Two different tests of specific language functions were used, as well as a test of functional communication. An evaluation of discourse and writing was also made. If available, results of the Mini Mental State Examination were used as a measure of the cognitive abilities of participants. Each participant met with a researcher once as the tests were given.
  The results showed that most of the participants had an impairment in confrontational naming. Impaired sentence processing was also visible at this early stage. As a result, patients can have problems with understanding instructions and complex conversations. Functional communication was impared in many cases, however the content of verbal and written discourse was not impaired according to the measures used in this study. Mild impairment in spelling was also noted in some cases. Functional communication had a considerable correlation with most of the other measures, but the strongest correlation was with measures of cognitive abilities. Additionally, sentence processing had stronger correlation with measures of cognitive abilities and functional communication than with measures of language abilities. It is important to note that due to the small sample size, results should be interpreted with caution and used only as an indication of similar results that may occur with a larger sample.
  The intervention strategies with the strongest research base that would be appropriate for the Icelandic patient group are spaced-retrieval memory training, which can be used to train word-retrieval and prevent troublesome communication behavior; and the use of memory- and communication books combined with caregiver training.

Sponsor: 
 • Sponsor is in Icelandic Vísindasjóður Landspítala
Accepted: 
 • May 31, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11895


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ester_Sighvatsdottir_ritgerd-1.pdf808.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open