is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11896

Titill: 
  • Hljóðfærahönnun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hljóðfæri er í sínum eiginlegasta skilningi músíkalskt verkfæri sem hefur það notagildi að hægt er að skapa með því tónlist. Í þessari ritgerð er farið ofan í saumana á því hvað hljóðfæri er og hvernig þau virka. Reynt er að setja það fram á skilmerkilegan hátt hvað gerir hluti að hljóðfærum og hvernig megi flokka hljóðfæri í þrjá parta til þess að skilja virkni þeirra og hlutverk. Einnig er farið ofan í grunninn á hljóðeðlisfræði til þess að auka skilning á því hvað hljóð er og hvernig hljóðskrokkar hafa áhrif á hljóð. Skoðuð er saga hljóðfærahönnunar á Íslandi í samhengi við hljóðfærahönnun annars staðar í heiminum, en einnig er leitast við að svara því hvað hljóðfærahönnun sé í eiginlegum skilningi og hvað einkenni hana á Íslandi. Til þess að varpa ljósi á sérkenni hennar eru tekin viðtöl við fimm einstaklinga sem allir koma úr mismunandi áttum en eiga það sameiginlegt að koma að hönnun á hljóðfærum. Þessir einstaklingar eru ungt tónskáld, fiðlusmiður, vöruhönnuður, myndlistarmaður og reyndara tónskáld, en skoðuð eru hljóðfæri eftir þá til þess að fá yfirsýn yfir þá breidd sem á sér stað í hljóðfærahönnun á Íslandi. Mismunur hljóðfæranna er skoðaður, hljóðfærin greind og athugaðar eru mismunandi ástæður þess að þessir einstaklingar hanna hljóðfæri. Hljóðfærahönnun er starfsvettvangur í þróun og því áhugavert að sjá hvar hann stendur nú án þess að vita nokkuð um hvert hann muni þróast.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna