is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11901

Titill: 
  • Mat á áhrifum stuðningshópa á internetinu fyrir krabbameinssjúklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að skoða áhrif stuðningshópa á internetinu fyrir krabbameinssjúklinga á sálfélagslega líðan, þunglyndi og kvíða. Sérstaklega er tekið fyrir brjóstakrabbamein þar sem það er algengasta tegund sjúkdómsins meðal kvenna í dag. Á Íslandi greinast um 1300 manns með krabbamein á ári hverju og um þriðjungur Íslendinga greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Meðalfjöldi greindra kvenna á ári með brjóstakrabbamein er 195.
    Greining alvarlegs sjúkdóms veldur áhyggjum og álagi. Fólk er mismunandi vel í stakk búið til að takast á við kringumstæður sem oft eru framandi og fela í sér ógn við líf og heilsu. Krabbamein vekur tilfinningar eins og ótta, kvíða, vonbrigði og uppgjöf og margir eru einangraðir með slíkar kenndir. Þá þarf leiðsögn fagaðila eða þeirra sem áður hafa fetað þessa slóð og hafa haldgóðum upplýsingum að miðla.
    Skoðaðar eru niðurstöður rannsókna um áhrif jafningjastuðningshópa og faglegra stuðningshópa á internetinu á krabbameinssjúklinga. Helstu niðurstöður þessa yfirlits eru þær að krabbameinssjúklingar leita í auknum mæli stuðnings á internetinu. Einnig kemur fram að stuðningshópar á internetinu geti haft jákvæð áhrif á sálfélagslega líðan, kvíða og þunglyndi krabbameinssjúklinga.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eins og sniðið fyrir mig!.pdf202.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna