en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11906

Title: 
 • Title is in Icelandic Tengsl átröskunar og sjálfsskaðandi hegðunar
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið fræðilegu samantektarinna er að kanna tengsl átröskunar og sjálfsskaðandi hegðunar, skoða þau tengsl með tilliti til forðun tilfinninga og minninga (experiential avoidance) og þunglyndis og kanna hvaða meðferðarúrræði hafa reynst best. Lítið er til af rannsóknum um tengsl átröskunar og sjálfsskaða en bæði eru þetta geðræn vandamál sem fara vaxandi í þjóðfélaginu. Það er því okkar mat að fræðileg samantekt á efninu geti vakið áhuga heilbrigðisstarfsfólks og annarra fyrir frekari rannsóknum á þessum málefnum auk þess sem það gæti aukið faglega þekkingu á efninu og gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að bæta þjónustu skjólstæðinga sinna.
  Helstu niðurstöður rannsóknar leiða í ljós að sterk tengsl eru á milli átröskunar og sjálfsskaða og það er áberandi hve margir einstaklingar með lotugræðgi sýna sjálfsskaðandi hegðun. Bæði lotugræðgi og sjálfsskaðandi hegðun hafa einnig tengsl við forðun tilfinninga og minninga (experiential avoidance) og þunglyndi og eftir því sem tilfinningavandinn jókst urðu aukin tengsl við sjálfsskaðandi hegðun, lotugræðgi og þunglyndi. Niðurstöður sýna einnig að einungis helmingur þeirra einstaklinga sem skaða sig leitar sér einhvern tímann hjálpar. Það sem reynst hefur hvað áhrifamest í meðferð einstaklinga, sem stunda sjálfsskaðandi hegðun og þjást af átröskun, er að finna og takast á við undirliggjandi orsakir. Ljóst er að aukin fræðsla um átröskun og sjálfsskaðandi hegðun er nauðsynleg fyrir heilbrigðisstarfsfólk til þess að geta bætt þjónustuna til hins betra.
  Lykilorð: Átröskun, sjálfsskaðandi hegðun, reynsluforðun, þunglyndi, meðferð.

Accepted: 
 • May 31, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11906


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerðin READY.pdf337.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open