en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11908

Title: 
  • is Forgangsröðun á bráðamóttöku
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • is

    Sjúklingum sem leita á slysa- og bráðamóttökur fer fjölgandi. Heilbrigðisstarfsmenn, yfirleitt hjúkrunarfræðingar meta ástand allra sjúklinga sem koma á bráðamóttöku á kerfisbundinn hátt. Einn þáttur í að efla öryggi sjúklinga á bráðamóttöku er að styðjast við forgangsröðunarkerfi. Tilgangur verkefnisins var að skoða forgangsröðunarkerfi sem notuð eru á slysa- og bráðamóttökum. Markmið verkefnisins var að svara rannsóknarspurningum sem voru eftirfarandi:
    1) Hvað er forgangsröðun, hver er uppruni þess og þróun?
    2) Hver er sérstaða Bráðleikastuðulsins (ESI)?
    3) Hvernig geta hjúkrunarfræðingar eflt þjónustu við sjúklinga sem leita á bráðamóttöku?
    Heimildaöflun fór fram á rafrænum gagnasöfnum: PubMed, Ovid, Scopus, Web of Science og Google Scholar. Forgangsröðun er metin eftir bráðleika og fjölda inngripa, sem er sérstaða Bráðleikastuðulsins. Rannsóknir sýna að fylgni er á milli forgangsflokka og fjölda inngripa, innlagnartíðni, dánartíðni og tímalengd á bráðamóttöku. Þá er samræmi á milli þess hvernig hjúkrunarfræðingar forgangsraða á bráðamóttöku. Draga má þá ályktun að Bráðleikastuðullinn sé áreiðanlegur og réttmætur til að meta ákveðna hópa sjúklinga og koma þeim í viðeigandi úrræði. Mikilvægt er að rannsaka Bráðleikastuðulinn hér á landi og kanna hvort rannsóknarniðurstöður erlendis samrýmist íslenskum aðstæðum.
    Lykilorð: Forgangsröðun, bráðamótta, hjúkrun, áreiðanleiki, réttmæti

Accepted: 
  • May 31, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11908


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Forgangsröðun á bráðamóttöku.pdf743.8 kBOpenHeildartextiPDFView/Open