is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11912

Titill: 
  • Eldgosavá á Reykjanesskaga. Skynjun og viðhorf íbúa í Grindavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá landnámi hafa landsmenn þurft að takast á við náttúruöflin og þar er eldvirknin ekki undanskilin. Reykjanesskagi á suðvesturhorni Íslands er þéttbýlasta svæði landsins og á skaganum eru þrjú virk eldstöðvarkerfi sem hafa legið í dvala í rúmar sjö aldir. Í ljósi nálægðar við stærstu byggðarkjarna landsins og þorra landsmanna var ákveðið að athuga hvernig íbúar á svæðinu skynja náttúruvá tengda eldgosum á svæðinu. Rannsóknin var framkvæmd í Grindavík, þar sem íbúar voru spurðir út í ýmsa þætti sem tengdust skynjun og þekkingu þeirra á eldgosavá. Niðurstöðurnar benda til þess að Grindvíkingar séu almennt nokkuð áhyggjulausir þegar kemur að eldgosum, nokkuð sem kom á óvart sökum þess umhverfis sem þeir búa í, en ummerki eldvirkni eru áberandi allt umhverfis kaupstaðinn. Fáir höfðu kynnt sér almennar viðbragðsáætlanir um viðbrögð við eldgosum, en miklum meirihluta aðspurðra fannst vera þörf á gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar fyrir landshlutann og að mikilvægt væri að auka fræðslu í bænum um eldgosavá.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThorsteinnThorgeirsson_BS.pdf983.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna