Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11914
Fólk er misjafnt eins og það er margt en þrátt fyrir það ríkir almennt sú tilhneiging að flokka fólk niður í hópa. Pierre Bourdieu setti fram þá kenningu að fólk flokkaðist í hópa sem byggðu á habitus þess.
Habitus hugtakið er ekki nýtt af nálinni en Pierre Bourdieux ljáði því alveg nýja merkingu. Samkvæmt kenningu hans búa allir yfir habitus. Habitus verður til í félagslegum aðstæðum og byggir á þekkingu, færni og reynslu fólks. Á Íslandi hefur áður tekist að flokka unglinga og ungmenni í hópa sem byggja á vali þeirra á afþreyingarefni, íþróttum og tómstundum. Val fólks á þessum menningarafurðum endurspeglar habitus þess. Með þessari rannsókn var leitast við að mynda skilgreinanlega hópa háskólanema sem byggja á vali þeirra á afþreyingarefni, íþróttum og tómstundum. Í framhaldinu var kannað hvort þessir hópar væru ólíkir hvað varðar kynja- og aldursskiptingu, menntun, efnishyggju og viðhorf til fjármála. Í ljós komu fjórir þættir afþreyingarefnis, íþrótta og tómstunda. Þættirnir voru nefndir Fagurfræði, Tónlist, Kvikmyndir og Fréttir og dægurmál. Hægt var að skipta fólki í fimm hópa eftir vali þess á afþreyingarefni, íþróttum og tómstundum. Hóparnir fengu heitin: Meðvitaðir, Kvikmyndaunnendur, Tónlistarunnendur, Fagurfræðingar og Grúskarar. Hóparnir komu misjafnlega út á hverjum þætti fyrir sig. Þeir voru einnig ólíkir innbyrðis hvað varðar kyn, aldur, efnishyggju og viðhorf til fjármála.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerdHabitusHaskolanema.pdf | 660,4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |