is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11917

Titill: 
  • Tíðni mótþróaþrjóskuröskunar, þunglyndis og kvíða meðal íslenskra barna með greininguna ADHD
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fylgikvillar ADHD eru margir, en þrír þeir algengustu meðal barna með ADHD eru mótþróaþrjóskuröskun (Oppositional Defiant Disorder), þunglyndi (Depressive Disorders) og kvíði (Anxiety Disorders). Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tíðni þessara tilteknu fylgikvilla á Íslandi, ekki aðeins vegna hversu mikið þeir hafa verið rannsakaðir og hversu há tíðni þeirra er erlendis, heldur einnig vegna þess að lítið er um faraldsfræðilegar rannsóknir á íslenskum börnum. Þátttakendur í rannsókninni voru börn greind með ADHD og foreldrar þeirra. Foreldrarnir voru 197 talsins og börnin 112 talsins. Börnin voru á aldrinum 8-15 ára. Meirihlutinn voru drengir eða um 70%. Foreldrar svöruðu Mótþróakvarðanum og börnin svöruðu MASC og CDI sjálfsmatskvörðunum. Alls voru 19,3% þátttakenda með einkenni mótþróaþrjóskuröskunar yfir klínískum mörkum á heildarstigum Mótþróakvarðans, samkvæmt svörum foreldra. Alls voru 41,96% þátttakendanna yfir klínískum mörkum á heildarskori MASC kvarðans og 21,43% voru yfir klínískum mörkum á heildarskori CDI kvarðans. Tíðni þunglyndis meðal barna með ADHD var svipuð og tilgreind er í erlendum rannsóknum en tíðni kvíða var hærri og tíðni mótþróaþrjóskuröskunar mun lægri. Aðeins einn þátttakandi var yfir klínískum mörkum á öllum þrem kvörðunum. Sjö þátttakendur voru bæði yfir klínískum mörkum á heildarstigum Mótþróakvarðans og heildarskori MASC kvarðans. Tveir þátttakendur voru bæði yfir klínískum mörkum á heildarstigum Mótþróakvarðans og heildarskori CDI kvarðans og loks voru átta þátttakendur bæði yfir klínískum mörkum á heildarskorum MASC og CDI kvarðana. Talið var að fleiri þátttakendur myndu vera yfir klínískum mörkum í tveimur eða fleiri kvörðum vegna algengi þess í erlendum rannsóknum. Hlutfallslega fleiri stúlkur voru yfir klínískum mörkum á heildarstigum Mótþróakvarðans og heildarskori CDI kvarðans. Það átti ekki við um einkenni kvíða. Munur var á meðalskori drengja og stúlkna þar sem meðalskor stúlkna var hærra á CDI kvarðanum en meðalskor drengja var hærra á MASC kvarðanum. Ekki var munur á meðalskorum kynjanna í Mótþróakvarðanum. Enginn munur var á meðalskori þátttakenda eftir aldri né uppruna greiningar. Loks, var ekki skörun meðal einkenna mótþróaþrjóskuröskunar og kvíða, þar sem einkenni mótþróaþrjóskuröskunar skýrðust ekki af einkennum kvíða. Há tíðni fylgikvilla meðal barna með ADHD kallar á skimun fyrir þeim, aukna þekkingu og viðeigandi úrræði.

  • Útdráttur er á ensku

    Co-morbidity of Attentional Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) and other disorders is very common among children. The most prevalent diagnoses occurring with ADHD are Oppositional Defiant Disorder (ODD), Depressive Disorders and Anxiety Disorders. The high prevalance of co-morbidity among children with ADHD has been well documented in other countries around the world but little is know about its prevalence in Iceland. The object of this study was to explore the prevalence of these three disorders among Icelandic children diagnosed with ADHD. The hypothesis to be tested was that the prevalence of ODD, anxiety and depression is the same as in other countries. The participants were Icelandic children diagnosed with ADHD and their parents; 112 children between the ages of 8-15 and 197 parents. The majority of the children were boys (72,42%). Three questionnaires were used to assess the prevalence of ODD, anxiety and depression; the Disruptive Behavior Rating Scale (DBRS), the Multidimensional Anxiety scale for Children (MASC) and the Children´s Depression Inventory (CDI). Overall, 19,28% of the children met the criteria for ODD on the DBRS, based on answers given by the parents, 41,96% met the criteria for anxiety on the MASC and 21,43% met the criteria for depression on the CDI. One participant met the criteria for all three co-morbid disorders, seven met the criteria for ODD and anxiety, two met the criteria for ODD and depression and eight participants met the criteria for anxiety and depression. The prevalence of depression among children with ADHD was consistent with findings from other studies but the prevalence of anxiety was a little higher and the prevalence of ODD was much lower. It was believed that the prevalence of two or more disorders would be higher among participants but this was not the case. The prevalence of all three disorders was higher among boys than girls and there was a significant gender difference in mean scores on the MASC and CDI questionnaires. However, the prevalence of ODD and depression was higher among girls proportional to the number of girls that participated in the study. Mean scores on the DBRS, MASC or CDI did not differ significantly by age or by method of analysis on ADHD among the children. Finally, there was no significant overlap in symptoms between ODD and anxiety. The high prevalence of co-morbid disorders among Icelandic children with ADHD requires futher study.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð-Guðlaug Marion.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna