Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11923
Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk geri sér grein fyrir nytsemi gagnkvæmra stuðningshópa fyrir foreldra barna með langvinnan heilsuvanda og geti aðstoðað þá við að finna stuðningsúrræði sem hentar þörfum hvers og eins. Með þessari fræðilegu samantekt er gerð grein fyrir rannsóknum á gagnkvæmum stuðningshópum fyrir foreldra barna með langvinn veikindi. Af niðurstöðum rannsókna má álykta að meirihluti þátttakenda í stuðningshópum eru mæður, hvort sem um er að ræða hópa sem hittast augliti til auglitis eða tölvutengda stuðningshópa. Þarfir foreldra eru misjafnar en upplýsingaleit og félagsskapur er helsta ástæða þess að foreldrar taka þátt í stuðningshópum. Helsti munur á stuðningshópum sem hittast augliti til auglitis og tölvutengdum stuðningshópum er líkamleg fjarlægð, nafnleynd og aðgengi. Meirihluti foreldra tjáir ánægju með þátttöku í gagnkvæmum stuðningshópum og aukna vellíðan bæði andlega og félagslega. Með aukinni þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á fjölbreytileika úrræða má veita foreldrum og fjölskyldum veikra barna viðeigandi stuðning.
Lykilorð: foreldrar, langveik börn, stuðningshópar sem hittast augliti til auglitis, tölvutengdir stuðningshópar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð, PRENTUN.pdf | 330,64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |