is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11924

Titill: 
  • Eineltisforvarnir í stuðningi við jákvæða hegðun. Mat á áhrifum inngrips í 5. bekk í grunnskóla í Reykjavík vorið 2012.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Einelti er staðreynd og vandamál í íslenskum skólum. Það hefur slæmar afleiðingar í för með sér bæði fyrir þolendur og gerendur. Eineltisforvarnir í stuðningi við jákvæða hegðun (bully prevention in positive behavior support, BP-PBS) er forvarnarmiðað hegðunarstjórnunarkerfi sem beinist sérstaklega að einelti. Þetta kerfi er hannað fyrir innleiðingu í hegðunarstjórnunarkerfi sem heitir heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (School-Wide positive behavior support, SW-PBS). Þetta hegðunarstjórnunarkerfi byggir á rannsóknum í atferlisgreiningu og notast við kenningar úr þeirri grein vísinda auk annara. BP-PBS bætir eineltisforvörnum við SW-PBS og kennir nemendum að fjarlægja þá félagslegu styrki sem viðhalda ofbeldishegðun gerenda eineltis. Rannsóknir hafa sýnt að innleiðing eineltisforvarnakerfisins lækkar fjölda ofbeldisatvika í grunnskólum og hefur áhrif á viðbrögð þolenda og áhorfenda á þann hátt að vibrögðin hætta að styrkja ofbeldishegðun. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru hluti af stærri rannsókn á árangri innleiðingar BP-PBS á ofbeldishegðun og viðbrögðum þolenda og áhorfenda við henni. Beinar áhorfsmælingar voru notaðar til gagnasöfnunar.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fræðilegur inngangur(LOKA)(PDF).pdf567.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna