is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11927

Titill: 
 • Brottnám legs á Íslandi árin 2001-2010. Algengi, ástæður og aðferðir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Brottnám legs er algengasta skurðaðgerð, fyrir utan keisaraskurð, sem konur gangast undir. Legnámsaðgerðum hefur fækkað í nágrannalöndum okkar undanfarin ár. Breytingar hafa orðið á skurðtækni við legnámsaðgerðir á þann veg að meira er gert af aðgerðum með lágmarks inngripi (e. minimally invasive surgery), þ.e. með kviðsjá eða um leggöng, í stað opins kviðskurðar. Markmið þessarar rannsóknar var að fá vitneskju um þróun og breytingar á legnámsaðgerðum á Íslandi.
  Efni og aðferðir: Rannóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna sem gengust undir legnám á Íslandi á 10 ára tímabilinu 2001-2010. Leitað var eftir aðgerðarnúmerum fyrir allar gerðir legnáms og skráð: aldur, ástæður aðgerðar, tegund aðgerðar, aukaaðgerðir, legutími eftir aðgerð, fylgikvillar og endurinnlagnir. Gerður var samanburður á tveimur 5 ára tímabilum.
  Niðurstöður: Á árunum 2001-2010 voru framkvæmdar 5288 legnámsagðerðir á Íslandi. Legnámsaðgerðum fækkaði á tímabilinu. Árið 2001 voru framkvæmdar 389 aðgerðir fyrir hverjar 100.000 konur en árið 2010 voru þær 266 fyrir hverjar 100.000 konur.
  Aðgerðum með kviðsjá og um leggöng fjölgaði úr 30% árið 2001 í 50% árið 2010 á öllu landinu. Á LSH fjölgaði þeim úr 25% og 67% aðallega vegna aukningar kviðsjáraðgerða ( p<0.0001).
  Legudögum fækkaði fyrir allar tegundir aðgerða bæði innan LSH og utan. Meðalaldur kvenna var um 50 ár á tímabilinu. Færri eggjastokkabrottnám voru framkvæmd samhliða legnámi á seinna tímabilinu en því fyrra. Alengustu sjúkdómsgreiningarnar voru sléttvöðvaæxli og blæðingaróregla. Tíðni skráðra fylgikvilla var lág (3,8%) og endurinnlagnir fáar (1,9%)
  Ályktun: Á Íslandi hafa verið gerðar hlutfallslega fleiri legnámsaðgerðir en í nágrannalöndum en þeim fer fækkandi. Breyting á aðgerðatækni innan LSH hefur verið sambærileg við þróun í nágrannalöndum.

Samþykkt: 
 • 1.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrottnámLegs.pdf828.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna