is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11929

Titill: 
 • Sótthreinsun og merking máta á Íslandi. Mikilvægi þess að sótthreinsa og hvernig staðið er að því
Útgáfa: 
 • Maí 2012
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í tannsmíðum við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, Tannlæknadeild vorið 2012. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: Hvert er mikilvægi sótthreinsunar? Hvernig er staðið að sótthreinsun og merkingu máta hér á landi? Hefur kyn eða aldur tannlækna og tannsmiða áhrif á hversu vel er staðið að sótthreinsun máta? Aðal markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig staðið er að sótthreinsun og merkingu máta hér á landi og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að sótthreinsa, vegna sýkingar- og smithættu.
  Aðferðir: Gerð var megindleg rannsókn þar sem rannsóknarsniðið var fyrirfram ákveðið. Spurningakönnun sem innihélt 19 spurningar sem tengdust sótthreinsun máta var send í tölvupósti á alla starfandi tannlækna í Tannlæknafélagi Íslands og alla tannsmiði í Tannsmíðafélagi Íslands, sem gera samtals 348 manns. Flestar spurningarnar voru eins til beggja hópa en nokkrum var breytt lítillega til að henta betur hvoru fagi fyrir sig. Samt sem áður var hægt að bera svör þeirra saman á árangursríkan hátt. Niðurstöður voru svo settar upp á myndrænan hátt, skoðaður var munur á milli kyns og aldurs og algengi sótthreinsunar auk þess sem niðurstöður voru bornar saman við sambærilegar erlendar rannsóknir.
  Niðurstöður: Niðurstöður sýna að sótthreinsun máta er ábótavant og að tæpur helmingur tannlækna sótthreinsi aldrei mát sín og 90% þeirra merkir aldrei að mát hafi verið sótthreinsuð. Stór meirihluti eða 70% í báðum stéttum finnst frekar eða mjög mikilvægt að sótthreinsa mát. Kvenkyns tannsmiðir og kvenkyns tannlæknar standa betur að sótthreinsun en karlkyns tannlæknar. Karlkyns tannsmiðir standa sig síst. Elsti aldursflokkurinn 65 ára og eldri stendur best að sótthreinsun hjá tannsmiðum en síst hjá tannlæknum en þar er aldursflokkur 45-54 ára sem sótthreinsar oftast . Sótthreinsun máta er mikilvæg til að koma í veg fyrir að örverur og bakteríur berist á milli tannlækna- og tannsmíðastofa.
  Ályktun:. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar, þrátt fyrir dræma þátttöku má álykta að sótthreinsun og merkingu máta sé ábótavant hér á landi. Hugsanlega mætti með betri leiðbeiningum, meiri fræðslu og sköpun verkferla varðandi sótthreinsun auka skilning á mikilvægi þess að sótthreinsa mát og skila þannig auknu öryggi til tannheilsuteymisins.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is a final project towards a B.S. degree in dental technology at the University of Iceland in the spring of 2012. It’s purpose was to answer the following research questions: What is the importance of disinfection? What is the current status of disinfection and labeling of dental impressions?Does gender or age of dentists and technicians play a role in frequency of disinfection of impressions? The main aim of this study was to determine how well and frequently impressions were being disinfected and to raise awareness on the importance of doing so due to infection control.
  Methods: The study used quantitative research methods with a predetermined questionnaire. The questionnaire included 19 questions relating to the disinfection process of impressions. They were sent out to all practicing dentists in the Icelandic Dental Association and all dental technicians in the Association of Icelandic Dental Technicians or total of 348 individuals. Most questions were identical for both groups but some had been altered to suit each field of study, but not to the extent that comparison would be difficult. Results were portrayed and compared with gender and age as well as other studies.
  Results: Results show that the act of disinfecting dental impressions is lacking and that almost half of dentists never do so and 90% never label the impression to be disinfected. The majority of both groups find it rather or very important to disinfect impressions. Female technicians and female dentists have a higher frequency of disinfecting followed by male dentists. Male technicians seem to do the poorest job. For the technicians the oldest age category of 65 years and older does the best job in disinfecting impression but the poorest of dentists. For the dentists the age group 45-54 is the most effective. Disinfecting impression is important to avoid the cross contamination of bacteria and microorganisms between the dentist’s office and the laboratory
  Conclusion: According to the results, even with a lacking response of participants, one can conclude that the act of disinfecting impressions and labeling them is inadequate. Perhaps with better instructions, more education and creating a disinfecting task phase would help increase the understanding and importance to do so, resulting in better safety for all dental personnel. 

Samþykkt: 
 • 1.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda.pdf3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna