is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11937

Titill: 
  • Magnificat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Magnificat eftir Bach er eitt hans frægasta verk og oft flutt víðs vegar um heiminn. Bach skrifaði það á sínu fyrsta ári sem kantor við Tómasarkirkjuna í Leipzig og þ að var frumflutt jólin 1723. Bach var ekki fyrsti kostur borgarráðs Leipzig í stöðuna heldur þ riðji kostur. Telemann hafði þá neitað og tónskáld að nafni Christoph Graupner hafði verið ráðinn. Graupner samdi að beiðni borgarráðsins Magnificat sem frumflutt var jólin 1722, nokkuð sem Bach fékk ekki tækifæri til að gera. Graupner gat að lokum ekki tekið að sér stöðuna og Bach var ráðinn.
    Í þessari ritgerð er fjallað um hvað Magnificat er og hvaða stöðu það hefur í helgihaldi kristinna. Einnig einnig er komið inn á hvers vegna þessi tónskáld voru fengin til að semja Magnificat og að lokum eru verk þ eirra borin saman ásamt Magnifcat eftir forvera Bach í stöðu kantors Johann Kuhnau. Skoðað er hvað sé sameiginlegt með þessum þremur verkum. Gæti verið að Bach hafi nýtt sér eitthvað úr verkum hinna? Vildi Bach með sínu Magnificat kannski svara verki Graupner frá árinu á undan?
    Í lokaorðum eru dregnar þær ályktanir að margt sé líkt með verkunum. Sér í lagi á þetta við um Magnificat Graupner og Bach. Vel má ímynda sér að með verki sínu hafi Bach verið að ítreka snilli sína og jafnvel verið að svara Magnificat Graupner frá árinu áður.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf988.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna