is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11938

Titill: 
 • Framhaldsrannsókn á áhrifum kverkeitlatöku á sóra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur. Sóri (psoriasis) getur komið í kjölfar streptókokkasýkingar í kverkeitlum. Hugsanlegt er að ónæmissvari sóra sé viðhaldið af víxlvirkum T-frumum sem virkjast af einsleitum (e. homologous) peptíðum húðkeratína og M-próteina úr streptókokkum. Sýnt hefur verið fram á aukið magn víxlverkandi CD8+ T-frumna í blóði og kverkeitlum sórasjúklinga. Mörg dæmi eru um að sórasjúklingum batni í kjölfar kverkeitlatöku. Fyrsta framsýna rannsóknin með viðmiðunarhóp á áhrifum kverkeitlatöku á sóra hófst á Landspítalanum í júní 2007 og var hluti af doktorsverkefni Rögnu Hlínar Þorleifsdóttur. Fyrstu niðurstöður sýndu mikinn bata hjá 13 af 15 þátttakendum sem fóru í kverkeitlatöku og batinn viðhélst í tvö ár. Þessi bati hélst í hendur við fækkun á CD8+ frumum sem voru sértækar fyrir einsleit peptíð húðkeratína og M-próteina.
  Markmið. Meta varanleika á klínískum bata 2-5 árum eftir kverkeitlatöku. Sumarið 2012 verður í framhaldinu rannsakað samband bata og fjölda víxlverkandi T-frumna.
  Efniviður og aðferðir. Þátttakendur úr rannsókn Rögnu Hlínar komu í viðtal vorið 2012, tæpum fimm árum eftir upphaf rannsóknar. Í upphafi rannsóknar, haustið 2007, var þátttakendunum (N=29) skipt í tvennt af handahófi. N=15 fóru í kverkeitlatöku en N=14 voru í viðmiðunarhóp. Eftir tvö ár var þátttakendum úr viðmiðunarhóp boðið að fara í kverkeitlatöku. Átta fóru í kjölfarið í aðgerð og tilheyrðu því víxlhóp (e. cross-over). Allir þátttakendur mættu í viðtöl í upphafi rannsóknar og síðan eftir 2, 6, 12, 18, 24 og 56 mánuði. Útbrot sjúklinga voru metin með PASI-skori og til að meta lífsgæði var notaður PDI-spurningalisti. Loks svöruðu þátttakendur ítarlegum spurningalista um upplifun á útbrotum og meðferðanotkun.
  Niðurstöður. Fyrst eftir aðgerð lækkuðu bæði PASI-skor (p<0,0001) og PDI-skor (p=0,0027). Á tímabilinu eftir kverkeitlatöku var síðan hvorki marktæk breyting á PASI-skori (p=0,63) né PDI-skori (p=0,69). Meðferðanotkun kverkeitlatökuhóps jókst á seinni hluta rannsóknartímabils.
  Ályktun. Þátttakendur sýndu enn bata tæpum fimm árum eftir kverkeitlatöku. Vísbendingar voru um að batinn hefði gengið til baka upp að vissu marki en breytingar voru þó ekki marktækar.

Samþykkt: 
 • 1.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3ars_Ritgerd_Vilhjalmur_Steingrimsson.pdf403.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna