is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11939

Titill: 
  • Áhrif langtímanotkunar prótón-pumpu hemla á gastrín-örvun eftir máltíð
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Inngangur: Sýruhemjandi PPI-lyfjameðferð getur leitt til of mikillar örvunar á hormóninu gastríni sem veldur meiri sýruframleiðslu en áður en PPI-lyfjagjöf hófst. Þessi aukna sýruframleiðsla hefur í sumum tilfellum gert vart við sig með meltuónotum og brjóstsviða eftir að lyfjagjöf er hætt. Markmiðið rannsóknarinnar var að mæla gastrín eftir máltíð hjá sjúklingum á langtíma PPI-meðferð og kanna tengsl þess við lengd lyfjameðferðar.
    Aðferðir: Sjúklingar með vélindabólgu sem uppfylltu ákveðin skilyrði voru valdir úr gagnagrunni um magasýrusjúkdóma sem greindir voru á LSH 2005-2010 og bornir saman við samanburðarhóp heilbrigðra. Gastrín var mælt fyrir og 30, 45, 60 og 90 mínútum eftir staðlaða máltíð (766 kkal). H. Pylori próf voru gerð á öllum þátttakendum. PPI-hópnum var skipt í þrjá undirhópa m.t.t. meðferðarlengdar; 2-5 ár, 5-10 ár og > 10 ár og gastrín-gildin borin saman með ópöruðu t-prófi.
    Niðurstöður: Alls 29 sjúklingar (13 konur (44,8%), miðgildi aldurs 59 (IQR 52-69)) sem höfðu verið á PPI-lyfjameðferð í meira en tvö ár og 28 frískir einstaklingar (13 konur (46,4%), miðgildi aldurs 60 (54-65)) tóku þátt í rannsókninni. Gastrín (pmól/L) hjá PPI-hópnum vs. samanburðarhópnum fyrir máltíð (t=0) og eftir máltíð (t=30, 45, 60 og 90 mín) var; 35 (26-53) v.s 14 (11-18), (p=0,001) fyrir máltið og 114 (70-188) vs. 37 (27-59), 129 (64-163) vs. 37 (27-59), 132 (66-179) vs. 38 (29-66) og 122 (82-186) vs. 43 (29-70) eftir máltíð (p<0,001 við allan samanburð eftir máltíð). Gastrín hjá 2-5 ára PPI-hóp vs. 5-10 ára PPI-hóp eftir máltíð (t=45, 60 og 90 mín) var; 174 (137-282) vs. 91 (62-146) (p=0,04), 191 (145-341) vs. 103 (63-163) (p=0,03) og 244 (171-423) vs. 105 (64-149) (p=0,004). Konur í PPI-hóp höfðu hærra gildi en karlar (t=0, 30, 45, 60, 90); 49 (27-73) vs. 29 (22-46) (p=0,14), 159 (105-261) vs. 86 (68-125), 156 (120-285) vs. 81 (64-131), 174 (129-353) vs. 83 (64-134) og 177 (118-342) vs. 94 (64-137) (p≤0,01 við allan samanburð eftir máltíð). Ekki var marktækur munur á kynjum í samanburðarhóp. Engin fylgni fannst á milli flatarmáls undir gastrín-blóðþéttnikúrfunni (AUC) og lengd PPI-lyfjameðferðar og ekki við H. pylori status.
    Ályktanir: Gastrín-gildi fyrir og eftir máltíð voru marktækt hærri í PPI-lyfjahóp en í samanburðarhópi. Gastrín-gildi kvenna voru marktækt hærri en karla eftir máltíð í PPI hópnum en ekki í samanburðarhóp. Ekki fannst samband á milli PPI-meðferðarlengdar og AUC af gastríni eftir máltíð.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmfríður Helgadóttir.pdf961.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna