is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11950

Titill: 
  • Eyrnasuð (tinnitus) meðal íslenskra flugmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eyrnasuð (tinnitus) meðal íslenskra flugmanna.
    Sindri Stefánsson1, Einar Jón Einarsson, Msc,1 Hannes Petersen, MD, PhD1,2
    1Læknadeild Háskóla Íslands, Reykjavík, Ísland; 2Háls- nef- og eyrnadeild Landspítalans, Reykjavík, Ísland.
    Inngangur: Eyrnasuð er algengt í nútímasamfélagi og getur haft alvarleg áhrif bæði á atvinnu og einkalíf, en þriðjungur allra fullorðinna segist hafa upplifað eyrnasuð einhvern tímann á lífsleiðinni. Heyrnarskaði af völdum hávaða er talinn einn af aðalorsakavöldum eyrnasuðs, en í starfi sínu eru flugmenn oft útsettir fyrir miklum hávaða löngum stundum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang og eðli eyrnasuðs meðal íslenskra flugmanna.
    Efniviður og aðferðir: Tilfella-viðmiðunarrannsókn (case-control) á 204 flugmönnum. Lagðir voru spurningalistar fyrir alla félagsmenn Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna (FÍA) (n = 614) og upplýsingum safnað frá þeim sem svöruðu (n = 204). Á 51 manna úrtaki voru einnig gerðar heyrnarmælingar (Pure Tone Audiometry (PTA) og Distortion Product Otoacoustic Emission (DPOAE)) eða nýlegar mælingar notaðar.
    Niðurstöður: Af 204 þátttakendum sögðust 121 (60%) hafa upplifað eyrnasuð lengur en í 5 mínútur einhvern tímann á ævinni, en 96 (47%) sögðust hafa upplifað eyrnasuð á síðastliðnum 12 mánuðum. Þá voru 57 (28%) þátttakendur oft eða stöðugt með eyrnasuð. Alvarleiki eyrnasuðs hvers þátttakanda var greindur með Tinnitus Handicap Inventory (THI) í flokkana lítið sem ekkert eyrnasuð (n = 185), vægt eyrnasuð (n = 14), meðalmikið eyrnasuð (n = 5), alvarlegt eyrnasuð (n = 0) og mjög alvarlegt eyrnasuð (n = 0). Um 82% sögðust litlar eða engar áhyggjur hafa af eyrnasuðinu en 96% sögðu suðið hafa lítil eða engin áhrif á getu sína til að lifa eðlilegu lífi. Heyrnarþröskuldar hækkuðu með hækkandi THI-flokki. Marktæk neikvæð fylgni var milli heyrnarþröskulda (PTA) og hljóðsvars innra eyrans (DPOAE).
    Ályktanir: Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er greinilegt að flugmenn eru oft útsettir fyrir miklum hávaða í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast styðja þá tilgátu að eyrnasuð sé algengara hjá flugmönnum en öðrum starfsstéttum, en þó virðist alvarleiki eyrnasuðsins í flestum tilvikum ekki vera það mikill að hann hafi áhrif á einkalíf einstaklingsins.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SindriStefanssonEyrnasudMedalIslenskraFlugmanna.pdf980,78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Heimilt er að afrita ritgerðina, eða efni úr henni, sé fyrirhuguð notkun ekki í gróðaskyni og höfundar getið.