is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11951

Titill: 
  • Ræðukvíði. Algengi ræðukvíða meðal starfsmanna fyrirtækja, afleiðingar hans á líðan og framgöngu í starfi
Skilað: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Ræðukvíði er umfjöllunarefni eftirfarandi rannsóknar. Rannsóknin fór fram meðal starfsmanna fyrirtækja hér á landi, þar sem þátttakendur voru 118 frá fjórum fyrirtækjum. Í umfjöllun er gerð grein fyrir ræðukvíða, algengi ræðukvíða, hvernig ótti við ræðuhöld lýsir sér (líkamlega og hugrænt), hvaða áhrif ræðukvíði getur haft á líf og störf þeirra sem glíma við ræðukvíða ásamt víðtækri félagsfælni og áhrifum hennar á daglegt líf fólks. Í rannsókninni var algengi ræðukvíða kannað, samband ræðukvíða og stöðu innan fyrirtækis, mat á eigin kvíða og hæfni til ræðuhalda. Samband ræðukvíða og umsókna til tiltekinna starfa, stjórnunarstarfa og fundaþátttaka starfsmanna var einnig könnuð. Kannað var hvort starfsmenn með félagsfælni ásamt ræðukvíða séu ólíklegri til að gegna stjórnunarstarfi, séu ólíklegri til að sækja um tiltekin störf, námskeið eða verði frekar fyrir aðkasti frá félögum en þeir sem einungis eru með ræðukvíða. Kynjahlutfall ræðukvíðinna var einnig skoðað. Notast var við spurningar úr geðgreiningarviðtalinu MINI (Mini International Neuropsychiatric Interview) við hönnun á spurningalista sem innihélt 27 spurningar varðandi ræðukvíða og tengdar spurningar. Starfsmannastjórum fyrirtækjanna var sendur tölvupóstur með upplýsingum um rannsóknina, þar sem falast var eftir leyfi til að leggja rafrænan spurningalista fyrir starfsmenn hjá viðkomandi fyrirtæki. Með fengnu leyfi fyrirtækis var það í höndum starfsmannastjóra að senda rafrænan spurningalista áfram til starfsmanna sinna sem hýstur var á vefslóðinni www.kannanir.is. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að 30,5% starfsmanna fyrirtækja glími við ræðukvíða. Ræðukvíðnir starfsmenn vanmeta eigin hæfileika en ofmeta eigin ótta við ræðuhöld, þeir telja hæfileika sinn minni en annarra en telja ótta sinn meiri en annarra, borið saman við þá sem ekki eru með ræðukvíða. Starfsmenn sem eru með ræðuvkíða eru ólíklegri til að gegna stjórnunarstöðu en þeir sem eru ekki með ræðukvíða. Starfsmenn með ræðukvíða eru einnig ólíklegri til að sækja um tiltekin störf, stjórnunarstörf eða sækja fundi innan fyrirtækja heldur en þeir sem ekki eru með ræðukvíða. Einnig benda niðurstöður til þess að 23,7% starfsmanna fyrirtækja séu með víðtæka félagsfælni. Niðurstöður sýna að starfsmenn með víðtæka félagsfælni ásamt ræðukvíða eru ólíklegri til að gegna stjórnunarstöðu og ólíklegri til að sækja um tiltekin störf eða námskeið sem krefjast ræðu eða fundahalda, heldur en þeir sem einungis glíma við ræðukvíða. Niðurstöður sýna ekki marktækan mun á meðalskorum á ræðukvíða hjá körlum og konum. Samkvæmt þessum niðurstöðum má með nokkurri vissu halda því fram að mikilvægt sé að takast á við ræðukvíða innan fyrirtækja til þess að starfsmenn gegni stöðum sem hæfir þeirra menntun og getu, auka þátttöku á fundum og fá meiri afköst til fyrirtækja frá starfsmönnum.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ræðukvíði.pdf950.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna