is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11959

Titill: 
  • Samband líkömnunar- og vímuefnaraskana
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Ýmislegt bendir til þess að samband líkömnunar- og vímuefnaraskana sé umfangsmeira en fyrr hefur verið talið. Hér verður það samband skoðað ásamt því að bornar verða upp hugmyndir um sjálfsmeðhöndlun líkömnunareinkenna með vímuefnum. Notast var við aftursýn rannsóknargögn úr SSAGA geðgreiningarviðtali (Semi-structured assessment of the genetics of alcohol) sem hafði verið aflað úr stórri rannsókn á erfðum fíknsjúkdóma hjá íslenskum fjölskyldum á vegum SÁÁ, Íslenskri Erfðagreiningu og Lungnadeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Þátttakendur voru 1098, þar af 778 (70,9%) karlar og 320 (29,1%) konur, og meðalaldur þátttakenda var 51,4 ár (sf = 13,6). Samtals 43 af 1098 þátttakendum (3,9%) uppfylltu greiningarskilyrði fjöllíkömnunarröskunar (somatization disorder), þar af 35 (81,4%) karlmenn og 8 (18,6%) konur. Lagðar voru fram þrjár tilgátur. Tilgáta eitt var að fjöllíkömnunarröskun væri hlutfallslega hærra meðal kvenna en karla. Tilgátan eitt var ekki studd en hlutfall fjöllíkömnunarröskunar var ögn hærra meðal karla. Tilgáta tvö var að upphaf fjöllíkömnunaröskunar hefjist á undan upphafi áfengishæðis. Tilgáta tvö var studd og lýsandi tölfræði sýndu að meðalaldur upphaf fjöllíkömnunarröskunar var 7,1 ári á undan meðalaldri upphaf áfengishæðis. Tilgáta þrjú var að deyfandi, sefandi eða róandi vímuefnahæði (áfengi, kannabis, ópíóíð og sefandi vímuefni) væri hlutfallslega hærra en örvandi vímuefnahæði (örvandi vímuefni og kókaín) hjá þátttakendum með fjöllíkömnunarröskun. Tilgáta þrjú var studd og lýsandi tölfræði sýndi að rúmlega fjórfallt fleiri þátttakendur með fjöllíkömnunarröskun höfðu aðeins deyfandi, róandi eða sefandi vímuefnahæði en þátttakendur með fjöllíkömnunarröskun sem höfðu bæði deyfandi, róandi eða sefandi- og örvandi vímuefnahæði. Rannsóknin hefur nokkra annmarka. Meðal þess var lítið úrtak þáttakenda með fjöllíkömnunarröskun, lítill breytileiki milli þátttakenda og hugsanlega of hár greiningarþröskuldur fyrir fjöllíkömnunarröskun. Þörf er á frekar rannsóknum á sambandi líkömnunar- og vímuefnaraskana.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind_Ingibertsdóttir.pdf391.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna