en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11960

Title: 
  • is Hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun: Að fjarlægja uppáþrengjandi hugsanir
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun. Flestar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar á bælingu hugsana og hafa þær rannsóknir gefið mjög misvísandi niðurstöður. Í þessari rannsókn var farin sú leið að skoða hugsanafrávísun til að kanna hugsanastjórn, þ.e. hve lengi fólk er að losa sig við hugsun úr huganum. Þátttakendur voru 40 háskólanemar sem skimuðust ýmist háir eða lágir á áráttu- og þráhyggjueinkennum. Allir þátttakendur svöruðu spurningalistum um áráttu- og þráhyggjueinkenni og leystu því næst tölvuverkefni þar sem þátttakendur áttu að losa sig við hugsun með því að mynda aðra í staðinn. Fyrri hugsanirnar voru neikvæð, persónuleg þráhugsun eða hlutlaus hugsun. Seinni hugsunin sem skipta átti yfir í var alltaf sama hlutlausa hugsunin. Þátttakendur voru beðnir um að finna eina persónulega þráhugsun sem þeir höfðu haft og svara III-spurningarlistanum út frá henni. Þessi hugsun var svo persónulega þráhugsunin sem unnið var með í tölvuverkefninu. Þátttakendur svöruðu svo allir spurningum um viðbrögð við fyrri hugsuninni á sjónhendingarkvarða eftir hverja lotu í tölvuverkefninu. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur voru lengst að skipta út þráhugsun og neikvæðri hugsun. Þráhugsun skaut oftast upp kollinum og voru þessi áhrif sterkari hjá þeim sem voru í háa hópnum. Mat þátttakenda á því hversu erfitt hefði verið að skipta á milli hugsana leiddi í ljós að þeim þótti marktækt erfiðara að losa sig við þráhugsun en hlutlausa hugsun.

Accepted: 
  • Jun 1, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11960


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Reynar.pdf2.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open