en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11962

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif resveratról á lyfjanæmi frumna úr illkynja stjarnfrumuæxlum (Glioblastoma multiforme)
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Stóraukinn áhugi er fyrir náttúruefnum úr jurtum til lækninga sem tengist m.a. meðferðum við krabbameini. Eitt þessara efna, resveratról, skipar stóran sess í fornri lækningasögu Asíu. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni resveratról varðandi efnaskipti og sjúkdóma. Hins vegar hefur hlutverk resveratról við að auka lyfjanæmi illkynja stjarnfrumuæxla (e. glioblastoma multiforme, GBM) lítið verið rannsakað. GBM er á meðal illvígustu æxlissjúkdóma. Aukin tjáning þeirra á YKL-40 hefur verið tengd við þróun æxlis og verri horfur sjúklings. Markmið þessarar rannsóknar var að meðhöndla U87 glioblastoma frumulínu með resveratról og meta síðan YKL-40 tjáningu hennar og næmi fyrir hefðbundnum krabbameinslyfjum. Þá var einnig reynt að snúa áhrifunum af resveratról við með því að baða frumurnar í YKL-40. Hluti rannsóknarinnar var endurtekinn á GBM frumum frá sjúklingi.
  Efniviður og aðferðir: GBM frumur frá sjúklingi voru einangraðar úr heilaæxli frá Landspítala. Þær, ásamt U87, voru ræktaðar og var 20.000 frumum sáð í hvern brunn á 96 holu ræktunarbökkum. Þá voru frumurnar baðaðar með raðþynningum af resveratról, hefðbundnum krabbameinslyfjum og loks YKL-40. Eftir 24, 48 og 72 klukkustundir í rækt var frumulifun metin með þremur mismunandi aðferðum: (i) ATP-Lúsiferasa, (ii) PrestoBlue og (iii) Crystal violet. YKL-40 tjáning var metin með ELISA aðferð.
  Niðurstöður: Resveratról sýndi tíma- og styrkháð frumudráp hjá U87 frumulínu. Þá jók resveratról næmi U87 fyrir krabbameinslyfjunum Temósólómíð og Cisplatín. Hjá GBM frumum sjúklings sýndi resveratról styrkháð frumudráp en ekki tókst að sýna fram á aukið næmi fyrir Temósólómíð með marktækum hætti. Resveratról bældi YKL-40 tjáningu U87 en þegar frumurnar voru baðaðar í YKL-40 snerust áhrif resveratról ekki við.
  Ályktanir: Resveratról er talið grípa inn í boðefnaferla frumna og draga úr krabbameinssvipgerð þeirra sem m.a. endurspeglast í YKL-40 tjáningu. Í kjölfarið verður aukning á lyfjanæmi U87. Í þessari rannsókn tókst að staðfesta tíma- og styrkháð frumudráp resveratról á U87 frumulínu og GBM frumur sjúklings. Resveratról bældi YKL-40 tjáningu U87 en YKL-40 breytti ekki áhrifum resveratról sem bendir til þess að áhrifum resveratról sé ekki miðlað í gegnum YKL-40. Samanburður á ATP-Lúsiferasa, PrestoBlue og Crystal violet prófum kveikti þá spurningu hvort resveratról miðli áhrifum sínum með bælingu á efnaskiptum og í kjölfarið lífvænleika U87 frumulínunnar.

Accepted: 
 • Jun 1, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11962


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaritgerð SJ.pdf4.14 MBOpenHeildartextiPDFView/Open