is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11963

Titill: 
 • Kannabis. Upplýsingar fyrir forvarnarfræðslu unglinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðhorf ungmenna á Íslandi til kannabisefna hafa breyst mikið undanfarið en jákvæð umræða og hugmyndir um skaðleysi kannabisefna er orðin vinsæl. Neysla þessara efna er einnig mikil meðal ungmenna en samkvæmt könnunum hefur tæplega helmingur stráka yfir 18 ára aldri í framhaldsskóla prufað marijúana.
  Kannabisefni eru þó ekki skaðlaus en áhrif þeirra má t.d. sjá á skerðingu á heila og starfsemi hans. Neyslan eykur líkur á geðrofi, þunglyndi, kvíðaröskunum og skerðir minni þó svo neyslu sé hætt. Öndunarfærin verða einnig fyrir skemmdum og má þar helst nefna auknar líkur á lungnakrabbameini, jafnvel hærri en hjá tóbaksneytendum. Kannabisefni hafa einnig mjög slæm áhrif á hjarta og æðakerfi en auknar líkur eru á hjartsláttaróreglu, hjartaáfalli og blóðtappa í kjölfar neyslu.
  Til eru fjórar tegundir kannabisefna og eru til ýmsar leiðir til að innbyrða efnin en algengast er þó að þau séu reykt. Kannabisefni eru ávanabindandi en neytendur þurfa stöðugt stærri skammt til að ná sömu vímu og þar sem innihaldsefnin er fituleysanleg safnast þau fyrir í fituvefum og heila við reglulega notkun. Fráhvörf eru algeng og svipar þeim til tóbaksfráhvarfa.
  Augljóst er að eitthvað þarf að gera til að snúa þessari viðhorfsþróun við og telur höfundur forvarnarfræðslu þar mikilvægasta.
  Lykilorð: Kannabis, skaðsemi, forvarnir, fræðsla og unglingar.

Samþykkt: 
 • 1.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kannabis - Upplýsingar fyrir forvarnarfræðslu unglinga.pdf803.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna