en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11968

Title: 
  • Title is in Icelandic Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Samanburður yfir fjögurra ára tímabil
  • Gambling behavior and prevalence of problem gambling among adult Icelanders. A four year follow-up
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna breytingar á spilahegðun fullorðinna Íslendinga yfir fjögurra ára tímabil og leggja mat á hvort algengi spilavanda hafi breyst á sama tímabili. Úrtak könnunar var byggt á slembiúrtaki úr þjóðskrá sem tekið var árið 2007. Þátttakendur voru alls 1.531 Íslendingur sem höfðu svarað spurningalista um spilahegðun og spilavanda á árinu 2007 og aftur árið 2011. Svarhlutfallið var 50,9% sem reyndist viðunandi. Fyrri könnunin var gerð fyrir efnahagshrunið í október 2007 en sú síðari þremur og hálfu ári seinna, vorið 2011, eftir efnahagshrunið. Spurningalistinn innihélt spurningar tengdar spilahegðun og íslenska útgáfu af mælitæki er nefnist Problem Gambling Severity Index sem notað var til að meta spilavanda. Spurningum um efnahagshrunið var bætt við seinni könnun. Þegar niðurstöður um spilahegðun árið 2007 voru bornar saman við niðurstöður frá árinu 2011 kom í ljós að fleiri tóku þátt í peningaspilum árið 2011 (79%) en gerðu árið 2007 (68%). Þátttaka jókst mest í Lottó og bingó. Samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2007 og 2011 sýndi hinsvegar að engin breyting varð á algengi spilavanda á þessu tímabili. Ekki virtust vera mikil tengsl milli spilavanda og breyttri fjárhagslegri stöðu og lífskjörum Íslendinga eftir efnhagshrunið í október 2008.

Accepted: 
  • Jun 4, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11968


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helga heiðdís og Carmen.pdf687.01 kBOpenHeildartextiPDFView/Open