is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11975

Titill: 
 • Margbrotnar línur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Teikningin í skriftinni og skriftin í teikningunni, teikniskrifuð orð og skilgreiningar ratleikur.
  Rithöndin lögð í bleyti og orðunum þar með drekkt sem táknmiði. Ljóðum slátrað og þau stoppuð upp með nýju uppfyllingarefni. Verkin mín eru boðhlauparar og ég er keflið sem gengur á milli þeirra, en ég er líka smitberi og sé til þess að þau kvefist hvort af öðru. Ég set útúrsnúninga og myndlíkinga þörf mína í daglegri hugsun í fast form. Ritgerðin er spegilmynd þess sem ég er að gera í dag og sýnir í hvaða áttir ég tengi mig. Óhefðbundnari notkun á ritmálinu er bundin í hefð hjá mér og því er hefðbundin notkun á ritgerðinni óhefðbundin hjá mér. Ég segi frá stefnuljósum sem lýsa mér til þeirra strauma sem ég samsvara mig við, notkun þeirra á skrásetningarformi tungumálsins sem almennt er svo leiðinlega niður njörvað og bundið í hefð að það ætti ekki að vera skapandi fólki bjóðandi, en þetta eru bönd sem seint fúna og þar til þau sýna slitmerki verð ég sennilega jaðraður.
  „Gjöfin sem Njörður gaf var ónýt frá fæðingu, sumir vilja ganga svo langt að segja að hún hafi verið gölluð frá sæðingu“1
  „Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að „sá hængur er á, sá annmarki fylgir“ er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar (útg. í Lundi 1930). Þar er orðtakið reyndar gáll (galli) er á gjöf Njarðar. Þetta bendir til að orðtakið sé eitthvað eldra.
  Engin goðsaga er í Snorra-Eddu sem gæti skýrt hver gjöf Njarðar var og engin þjóðsaga hefur fundist sem skýrt gæti orðtakið. Njörður var sjávarguð í norrænni goðafræði og er hugsanlegt að gjöf hans tengist á einhvern hátt fiskveiðum.“2
  1 Kuldaboli (1984 -).Kuldaboli er skúffuskáld, þessi setning er fengin að láni eftir skúffuskoðun 2011.
  2 Guðrún Kvaran,„Hvaða galli var á gjöf Njarðar?“. Vísindavefurinn 24.3.2006. http://visindavefur.is/?id=5730, sótt 10.1.2012.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna