is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11976

Titill: 
  • Þættir sem hafa áhrif á meðferðarheldni hjá sjúklingum með átröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Lítið er vitað um meðferðarheldni sjúklinga með átröskun á Íslandi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis þar sem brottfall úr átröskunarmeðferð er skoðað. Markmið rannsóknarinnar var að finna forspárgildi fyrir meðferðarheldni sjúklinga sem var vísað í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans (LSH) á tímabilinu 1.9.2008 - 31.12.2011.
    Ályktanir: Brottfall úr meðferð hjá átröskunarteymi LSH er algengt og virðist helst tengjast virkum fíknisjúkdómi. Þrátt fyrir mikið brottfall þá er hún sambærileg hérlendis og í vestrænum löndum. Á óvart kom hve margir sjúklingar greindust með samhliða geðröskun og er þetta merki um að þessi hópur sjúklinga glími við margháttaðan heilsuvanda. Einnig var athyglisvert að spurningalistar sýndu engan marktækan mun í sambandi við brottfall og mætti íhuga að bæta við faglegu mati meðferðaraðila um stig veikinda. Mat sjúklinga á meðferðinni og sértækur stuðningur fyrir áhættuhóp er þörf viðbót til að vinna bug á hárri tíðni brottfalls.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudrunmist_rannsoknarverkefni_2012.pdf421.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna