is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11978

Titill: 
 • Faraldsfræði Streptococcus pneumoniae, S. pyogenes og Haemophilus sp. í leikskólabörnum árið 2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) eru algengar bakteríur í nefkoki barna en geta valdið alvarlegum sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu. Bólusetning gegn pneumókokkum sem inniheldur 10 hjúpgerðir (PCV-10) hófst 1. apríl 2011. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi pneumókokka, S. pyogenes (steptókokka af flokki A) og Hemophilus sp. í nefkoki leikskólabarna, sýklalyfjaónæmi þeirra og tengsl við ýmsa áhættuþætti. Einnig að hjúpgreina pneumókokka, bera saman við hjúpgerðir sem ræktuðust úr fyrri rannsóknum (2009-2011) og meta líkleg áhrif bóluefnis sem til eru gegn vissum hjúpgerðum pneumókokka.
  Efni og aðferðir: Tekin voru 465 nefkoksýni í 15 leikskólum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík frá 12.-28.mars 2012. Forráðamenn svöruðu spurningalista. Eftir ræktun var gert næmispróf á pneumókokkunum og streptókokkum af flokki A en Haemophilus sp. var frystur til geymslu. Pneumókokkarnir voru hjúpgreindir með Latex kekkjunarprófi og hjúpgerðarhópur 6 var greindur nánar með kjarnsýrumögnun (PCR).
  Niðurstöður: Meðalaldur barna var 4,2 miðgildið 4,3 ár (1,5-6,2). Börn sem báru pneumókokka voru 259(55,7%), 23 börn báru 2 hjúpgerðir og heildarfjöldi stofna var 282. Berahlutfall fór marktækt lækkandi með aldri. Algengasta hjúpgerðin var 6A en á eftir komu 23F, 15, 19F og 11. Af þeim stofnum sem ræktuðust voru 31(11%) með minnkað penisillín næmi (PNSP). Aldur og sýklalyfjanotkun sl. 30 daga hafði marktæk áhrif á PNSP en ekki bæjarfélag og kyn. PNSP tilheyrðu hjúpgerðum 19F, hjúplausum og 21. Það ræktuðust 33(11,7%) fjölónæmir pneumókokkar. Alls voru 31(6,7%) börn með S.pyogenes og voru stofnarnir allir næmir fyrir penisillíni og erýþrómýsini en ónæmi gegn klindamýsíni var 6,5% eins og fyrir tetrasýklíni. Berahlutfall Haemophilus sp. var 62,6% og fór marktækt lækkandi með aldri.
  Umræða/ályktanir: Berahlutfall pneumókokka var nánast það sama og 2011 en þá hafði orðið lækkun frá fyrri árum. Hlutfall PNSP var svipað og voru marktæk tengsl við sýklalyfjanotkun sl. 30 daga líkt og 2011 en að auki voru marktæk tengsl við aldur. Algengasta hjúpgerðin var 6A og hjúpgerðir 11 og 15 komu nýjar inn frá árinu áður en þessar hjúpgerðir er ekki að finna í PCV-10 bóluefninu. Berahlutfall streptókokka af flokki A var svipað en berahlutfall Haemophilus sp. var töluvert lægra en árið 2009. Mikilvægt er að halda þessum rannsóknum áfram til að fylgjast með árangri bólusetningarinnar og reyna að lækka alvarlegar ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birta_Dogg_Bsc_ritgerd_2012.pdf54.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna