is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11980

Titill: 
 • Miðeyrnabólga: Bakteríuræktun miðeyrnavökva barna sem fara í hljóðhimnuástungu og röraísetningu.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Miðeyrnabólga er einn algengasti sjúkdómur íslenskra barna á leikskólaaldri og algengasta ávísun sýklalyfja til barna. Miðeyrnabólga bæði sem bráð bólga og sem langvarandi vökvasöfnun í miðeyra er aðalástæða svæfinga og skurðaðgerða á börnum. Meingerðin er aðallega talin stafa af meinvaldandi bakteríum sem berast frá nefkoki í miðeyrað og þá helst S. pneumoniae, H. influenzae og M. catarrhalis auk annarra. Rannsóknir á miðeyrnabólgu hafa því augljóslega mikið gildi fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og kostnað heilbrigðiskerfisins.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort og þá hvaða bakteríur ræktast úr miðeyrnavökva barna og hvort bakteríusamsetning miðeyrnavökvans hafi breyst á síðustu árum, sérstaklega eftir að byrjað var að bólusetja börn fædd 2011 og síðar fyrir 10 mismunandi hjúpgerðum S. pneumoniae (pneumókokkum).
  Efni og aðferðir: Þýðið var öll börn á aldrinum 0-12 ára með heila hljóðhimnu sem skráð voru í hljóðhimnuástungu eða röraísetningu með eða án háls- og/eða nefkirtlatöku á tímabilinu 26.3.2012 – 7.5.2012 á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Samþykkis var aflað frá forráðamönnum sem fylltu einnig út spurningalista varðandi sögu barnsins. Við aðgerðina var miðeyrnavökva safnað í soggildrur og hann ræktaður á hefðbundinn hátt.
  Niðurstöður: Af 130 börnum voru 19 með þurr eyru og 8 útilokuð af öðrum ástæðum. Alls fengust 171 miðeyrnasýni frá 103 börnum. Úr 62 (36%) þeirra ræktaðist ekkert, H. influenzae ræktaðist úr 42 (25%) sýnum, M. catarrhalis 16 (21%), S. pneumoniae 5 (3%) og S. pyogenes í 2 (1%). Aðrar bakteríur sem ræktuðust voru flokkaðar sem líkleg mengun. Tæplega ¼ barnanna var á sýklalyfjum daginn fyrir aðgerð og um 38% voru bólusett fyrir S. pneumoniae.
  Ályktun og umræða: Vitað er að pneumókokkar valda flestum alvarlegustu fylgikvillum miðeyrnabólgu. Pneumókokkum hefur marktækt fækkað frá 2008. Þessi þróun er jákvæð og bendir niðurstaðan til þess að ástæða sé til að endurskoða sýklalyfjagjöf og röraísetningu vegna eyrnabólgu en mikilvægt er að staðfesta niðurstöðuna með stærri rannsókn. Niðurstaðan gæti mögulega bent til þess að bein eða óbein áhrif bólusetningar gegn pneumókokkum séu þegar kominn fram. 

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSRitgerdASV2012.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna