is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11981

Titill: 
  • Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot á Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mjaðmarbrot eru algeng meðal aldraðra. Algengi þessara brota eykst með aldri, verða oftar meðal kvenna og alvarlegir fylgikvillar eru tíðir. Dánartíðni í þessum sjúklingahópi er há og rannsóknir sýna að dánartíðnin er tengd undirliggjandi sjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan sjúklingahóp og kanna afdrif hans, meðferð og horfur.
    Efni og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu og gengust undir aðgerð á Landspítala frá, 1. janúar 2011 til 31. mars 2011. Þeim var fylgt eftir til 30. apríl 2012. Gögnin voru fengin úr sjúkraskrám og tölvukerfum Landspítalans. Niðurstöður eru birtar sem meðaltal, staðalfrávik og bil. Tölfræðileg marktækni var könnuð með t-prófi og kí-kvaðrat prófi, miðað var við p<0,05 fyrir tölfræðilega marktækni.
    Niðurstöður: Alls voru 59 einstaklingar, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu á tímabilinu. Meðalaldurinn var 82 ár (±9, bil 62-104). Af þessum 59 einstaklingum voru 24 karlar (41%) (81 ár ± 9, bil 65-101) og 35 konur (59%) (83 ár ± 8, bil 64-104) og 58 (98%) voru talin hafa undirliggjandi sjúkdóm. Meðalbiðtími eftir aðgerð var 21 klst (±12, bil 3-71). Aðgerðin var framkvæmd í mænudeyfingu hjá 85% sjúklinga og fór fram utan dagvinnutíma í 80% tilvika. Meðallegutími á bæklunardeild var 10 dagar (±10, bil 1-43). 66% sjúklinga bjuggu í heimahúsi fyrir brot, 25% útskrifuðust beint heim en 51% komust heim að lokum (p˂0,001). Dánartíðni 30. apríl 2012 var 24% en 12% dóu innan eins mánaðar, 20% innan 6 mánaða og 22% innan árs frá aðgerð. Dánartíðni var marktækt hærri hjá þeim sjúklingum sem þjáðust af taugasjúkdóm við innlögn (p=0,04), höfðu hærri ASA flokkun (p˂0,001), höfðu einhverja fylgikvilla á bráðamóttöku (p=0,03) eða í aðgerð (p=0,049) og lágu lengur á vöknun eftir aðgerð (p=0,02).
    Ályktanir: Meðalaldur þeirra sem mjaðmarbrotna er svipaður hér á landi og erlendis. Hlutfall karla er töluvert hærra hér miðað við erlendar rannsóknir en svipað miðað við íslenskar rannsóknir. Meðalbiðtími eftir aðgerð er innan marka erlendra gæðastaðla og meðallegutími á bæklunardeild er sambærilegur við breska rannsókn en lengri miðað við bandaríska rannsókn. Dánartíðni innan hópsins er sambærileg við erlendar rannsóknir en töluvert hærri en gerist í sama aldursþýði á Íslandi. Marktækt færri bjuggu heima eftir að hafa brotnað en fyrir brot. Mjaðmarbrot hafa því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og eru krefjandi fyrir samfélagið.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot á Landspítala- Kristófer.pdf554.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna