is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11982

Titill: 
 • Reynsla hjúkrunarfræðinga af hjúkrun vegna náttúruhamfara. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga, ICN hafa sett fram leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að þjálfun hjúkrunarfræðinga um heim allan til þess að þeir geti brugðist við náttúruhamförum af fullri fagmennsku, bæði heima og að heiman. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki á hamfærasvæðum um heim allan. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á reynslu hjúkrunarfræðinga af hjúkrun vegna náttúruhamfara.
  Niðurstöður rannsókna sýna að margir þeirra hjúkrunarfræðinga er starfa á svæðum hamfara hafa ekki þá miklu og fjölbreyttu kunnáttu sem til þarf, til að sinna því flókna starfi sem hamförum fylgir og verður reynsla þeirra erfiðari fyrir vikið. Þeir hjúkrunarfræðingar sem sinna neyðaraðstoð þurfa að hafa þekkingu á þörfum einstaklinga og samfélags eftir hamfarir, líkamlegum, andlegum og félagslegum, hafa þekkingu á grunnendurlífgun og búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Þeir verða að sýna sjálfstæði í ákvarðanatöku, hafa getu til að stjórna og geta starfað með fábrotin bjargráð. Rannsóknir sýna að til þess að reynsla hjúkrunarfræðinga af því að starfa á hamfarasvæðum verði betri er mikilvægt að þeir starfi á vegum viðurkenndra hjálparsamtaka og fái viðamikla fræðslu og kennslu fyrir brottför. Það dregur bæði úr kvíða og streitu og undirbýr hjúkrunarfræðingana fyrir það mikla starf er bíður þeirra. Til þess að þekking hjúkrunarfræðinga nýtist sem best á svæðum eftir náttúruhamfarir er mikilvægt að vel sé staðið að undirbúningi vinnu þeirra þar.
  Þar sem að þetta viðfangsefni hefur ekki verið rannsakað á Íslandi og að árlega fara íslenskir hjúkrunarfræðingar á hamfarasvæði er mikilvægt að kanna hver reynsla þeirra hjúkrunarfræðinga er og hvort þekking þeirra sé nægilega mikil til að takast á við hamfarahjúkrun. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er aðili af Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga er því ekki síður mikilvægt að félagið í samstarfi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, kanni þörfina fyrir kennslu í hamfarahjúkrun á grunn- og á meistarastigi hjúkrunarfræði.
  Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, hjúkrun á hamfarasvæðum, reynsla, náttúruhamfarir, neyðaraðstoð.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynsla hjúkrunarfræðinga af hjúkrun vegna náttúruhamfara.pdf349.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna