is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11984

Titill: 
 • Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ekki er vitað hver kjörmeðferð er við gallsteinasjúkdómum hjá þunguðum konum. Talið hefur verið að íhaldssöm meðferð skili bestum árangri á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu en skurðmeðferð sé óhætt að beita á öðrum þriðjungi. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til þess að gallblöðrutaka með kviðsjá sé örugg á meðgöngu óháð meðöngulengd. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni, aldur, orsakir, einkenni, greiningu og árangur gallblöðrutöku hjá þunguðum konum á Landspítala á tímabilinu 1990-2010.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þar sem allar konur sem lögðust inn á Landspítala með gallsteinasjúkdóm á meðan þungun stóð og sex vikum eftir fæðingu. Skráðar voru upplýsingar um aldur, legutíma, einkenni, myndgreiningar og niðurstöður þeirra ásamt fylgikvillum. Einnig voru skráðar upplýsingar um vefjagreiningu, aðgerðartíma, hæð og þyngd ásamt ASA flokkun og blæðingu í aðgerð hjá þeim konum sem gengust undir gallblöðrutöku á tímabili rannsóknarinnar. Leyfi voru fengin hjá Vísindasiðanefnd LSH og Persónuvernd.
  Niðurstöður: Á tímabilinu 1990 til 2010 voru 77 konur lagðar inn með gallsteinasjúkdóma í samtals 139 innlögnum. Gallsteinagreiningar voru gallkveisa (n=59), brisbólga (n=1), gallpípusteinar (n=10) og bráð gallblöðrubólga (n=7). Algengasta ástæða innlagnar var verkur í efri, hægri fjórðung kviðar (n=63) en önnur einkenni voru ógleði (n=32) og uppköst (n=30). Ómun var mest notaða myndrannsóknin (n=67), en aðrar voru MRCP (n=8) og röntgen (n=8). Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma voru fyrirburafæðingar (n=2) og ERCP brisbólga (n=1). Fimmtán konur gengust undir aðgerð á meðgöngu og 17 á sex vikna tímabili eftir fæðingu en fylgikvillar aðgerða voru helst steinar í gallpípu (n=2). Meðal þyngdarstuðull sjúklinga í aðgerð var 31,1 og algengasta ASA flokkun var 1 (bil: 1-3). Flest vefjasvör sýndu langvinna bólgu, eða 24 og af þeim sýndu tíu einnig kólesterólslímhúð og 18 gallsteina. Bráð bólga var til staðar í fimm tilfellum og í fjórum þeirra var gallsteinn. Einungis gallsteinn var til staðar í einu tilfelli og í tveimur fengust ekki vefjasvör.
  Ályktun: Gallsteinasjúkdómar þungaðra kvenna hafa í för með sér endurteknar innlagnir en tíðni fylgikvilla er lág. Gallblöðrutaka hjá þunguðum konum á LSH er örugg aðgerð og ber ekki með sér aukna tíðni fósturláta eða fyrirburafæðinga.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á landspitala 1990-2010.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna