en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11985

Title: 
 • Title is in Icelandic Greining og afdrif sjúklinga þar sem grunur er um eða staðfest botnlangabólga
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Botnlangabólga er ein algengasta ástæða bráðra kviðarholsaðgerða en hún hefur lengst af verið greind klínískt. Hlutur TS í greiningaferlinu hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða feril sjúklinga með botnlangabólgu eða grun um hana á LSH og að útskrift með sérstaka áherslu á þátt myndgreiningarannsókna í greiningu hans.
  Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á þeim sem höfðu fengið greininguna botnlangabólga á LSH á tímabilinu 1. október 2010 til 31. mars 2011. Skráð var aldur, kyn, ábendingar og niðurstöður myndgreininga sem gerðar voru til greiningar botnlangabólgu og tímalengd frá komu á bráðamóttöku til aðgerðar.
  Niðurstöður: Greininguna botnlangabólga fengu 194 einstaklingar, þar af 58 (30%) börn. Af myndgreiningarrannsóknum fóru flestir í tölvusneiðmynd (TS) í greiningarferlinu (n=52; 27%), en aðrar rannsóknir voru ómun (n=7), kviðaryfirlit (n=9) og segulómun (n=1). Í aðgerð fóru 171 einstaklingar. Reyndust 155 þeirra hafa botnlangabólgu en af þeim fóru 36 í TS. Af þeim 16 sem fengu aðra lokagreiningu fór einn í TS. Af þeim 23 sem ekki fóru í aðgerð reyndust 15 hafa botnlangabólgu samkvæmt TS. Átta fengu aðra lokagreiningu en tveir þeirra höfðu farið í TS. Samkvæmt TS reyndust níu vera með rofinn botnlanga eða graftarkýli og voru tveir þeirra teknir til bráðrar botnlangatöku. Eftir innlögn fengu 170 einstaklingar greininguna botnlangabólga en af þeim voru 15 (9%) ekki settir í bráða aðgerð, 13 þeirra höfðu farið áður í TS. Af þeim sem fóru í TS og voru með botnlangabólgu (n=49) var ákveðið að gera ekki bráða aðgerð í 13 (27%) tilfellum vegna gruns um rofinn botnlanga, en rofnir botnlangar voru í 15% allra aðgerða. Fjöldi óbólginna botnlanga samkvæmt vefjasvari var 9,4%. Meðaltímalengd frá komu á bráðamóttöku til aðgerðar var 10 klst (bil: 0,33–51). Miðgildi legudaga var 1 dagur (bil: 0-13).
  Umræður: Hlutfall TS í greiningarferlinu á botnlangabólgu er 27% á LSH sem er lágt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir. Hlutfall eðlilegra botnlanga þeirra sem teknir voru til aðgerðar var 9,4%, sem er í lægra lagi miðað við erlendar rannsóknir. Notkun TS var algeng meðal þeirra sjúklinga sem reyndust vera með rofinn botnlanga eða graftarkýli og virðist notuð til að meta sjúklinga með alvarlegri veikindi.

Accepted: 
 • Jun 4, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11985


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greining og afdrif sjúklinga þar sem grunur er um eða staðfest botnlangabólga.pdf510.52 kBOpenHeildartextiPDFView/Open