is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11986

Titill: 
  • Tíðni einkenna áfallastreituröskunar hjá björgunarfólki sem tók þátt í leitar- og björgunarstarfi eftir snjóflóðin á Vestfjörðum 1995
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 1995 féllu tvö mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum. Fyrra snjóflóðið féll í Súðavík í janúar og það seinna á Flateyri í október. Þrjátíu og fjórir létust, bæði karlar, konur og börn. Um fjögurhundruð björgunarmenn tóku þátt í leit og björgun, en björgunaraðgerðir stóðu yfir í um einn og hálfan sólarhring á báðum stöðum. Rannsókn þessi leitast við að skoða afdrif þessara björgunarmanna og eru einkenni áfallastreituröskunar metin og áhrif félagslegs stuðnings og reynslu af björgunarstörfum á líðan björgunarmanna könnuð. Einnig er athugað hvort það að sjá látinn eða slasaðan einstakling auki líkurnar á að björgunarmenn þjáist af einkennum áfallastreituröskunar. Spurningalistar voru sendir í pósti snemma árs árið 1996 til björgunarmanna sem tóku þátt í björgunarstarfinu. Þátttakendur voru 168, þar af voru fimm konur. Meðalaldur var 30,9 ár. Sjálfsmatskvarðar voru notaðir til að meta einkenni áfallastreituröskunar (Impact of Event Scale og Post-traumatic Symptom Scale) og félagslegan stuðninginn (Social Support Scale). Niðurstöður sýndu að 3,4% þátttakenda uppfylla skilyrði um einkenni áfallastreituröskunar. Félagslegur stuðningur spáði fyrir um 5,6% af heildarskori á PTSS-10 spurningalistanum. Lengri reynsla af björgunarstörfum reyndist ekki vera verndandi þáttur fyrir einkenni áfallastreituröskunar. Þeir björgunarmenn sem sáu látinn og/eða slasaðan einstakling við björgunarstörfin greindu frekar frá einkenni um endurupplifun frá áfallinu, samanborið við þá sem ekki sáu látinn eða slasaðan einstakling við björgunarstörfin.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð 2012 Valdís Björk Þorgeirsdóttir.pdf506.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna