is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11988

Titill: 
 • Trampólínslys
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Vinsældir trampólína í einkaeigu hafa aukist mikið undanfarin ár. Komum á Bráðadeild vegna trampolináverka fjölgaði mikið á sama tíma. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um slys sem mátti rekja til notkunar trampólína á höfuðborgarsvæðinu á 10 ára tímabili með fræðslu- og forvarnargildi upplýsinganna í huga.
  Aðferðir: Í þessari afturskyggnu, lýsandi rannsókn, voru tilfelli fundin með leit að fjaðursegli í NOMESCO orsakaskráningunni á Bráðadeild LSH á árunum 2001-2011. Upplýsingar um áverka og meðferð fengust úr sjúkraskrár kerfi Landspítala.
  Niðurstöður: Komur vegna trampólínslysa voru 558 frá okt 2001 til nóv 2011. Við útreikninga voru notuð 546 tilfelli. Skráning slysa var oft ábótavant með tillit til fjölda sem var að leika sér í einu á trampólíninu og hvar sjúklingur lenti þegar hann hlaut áverkann. Þá var ekki vitað um ástand trampólína. Einungis þrjú slys voru skráð frá 2001-2004. Það voru að meðaltali 76 slys á ári frá 2005-2011. Árið 2005 voru skráð 131 slys og hefur skráningum fækkað árin á eftir. Slysin áttu sér langflest stað frá apríl til september (n=519, 95%) með hámark slysatíðni í maí (n=171, 31%). Slysatíðni var nokkuð jöfn yfir vikuna. Stelpur voru 313 (57%) og strákar 233 (43%). Meðalaldur var 10,9 ár (bil 1-54). Flestir slasaðra voru 5-15 ára, 84% (n=461). Áverkar voru oftast tognanir (n=262, 48%) og brot (n=182, 33%). Neðri útlimur varð oftast fyrir áverka (n=250, 46%). Fimm algengustu áverkarnir voru tognun við ökkla og fót (n=121, 22%), brot á framhandlegg (n=67, 12%), brot á fótlegg, ökkli meðtalinn (n=46, 8%), tognun í hálsi (n=31, 6%) og tognun í hné (n=25, 5%). Alls fóru 24 sjúklingar í aðgerð, einn vegna óstöðugs liðbandaáverka í hálsi. Alvarleiki áverka samkvæmt ISS áverkaskori var í 65% (n=359) tilvika lítill, hjá 34% (n=185) meðal og í 1% tilvika mikill (n=9).
  Ályktun: Trampólínslys eru algeng á vorin og sumrin hjá börnum og unglingum. Tognanir og brot eru algengustu áverkarnir. Algengustu áverkarnir eru tognanir á ökkla, brot á framhandlegg, brot á fótlegg/ökkla ásamt tognun í hálsi og hné. Alvarleiki áverka er í langflestum tilvikum ekki mikill. Bæta mætti skráningu trampólínslysa svo hægt verði að skoða faraldsfræði þeirra af meiri nákvæmni í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Arna Ásgeirsdóttir.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna