is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11990

Titill: 
  • Síblástursmeðferð við lungnasjúkdómum fyrirbura
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Helstu ástæður öndunarörðuleika fyrirbura eru vot lungu (e. transient tachypnea of the newborn) og glærhimnusjúkdómur (e.respiratory distress syndrome, RDS), sem orsakast af skorti á yfirborðsseyti (e. surfactant) í lungum. Fyrsta meðferð við þessum sjúkdómum felst einkum í súrefnisgjöf og síblæstri (e. Continuous Positive Airway Pressure, CPAP). Helsti fylgikvilli síblástursmeðferðar er loftbrjóst (e. pneumothorax). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun öndunaraðstoðar fyrirbura á síðastliðnum 20 árum á Vökudeild Barnaspítala Hringsins, að meta árangur af síblástursmeðferð og að finna áhættuþætti fyrir ófullnægjandi svörun við henni. Einnig að finna forspárþætti fyrir myndun loftbrjósts í kjölfar síblástursmeðferðar.
    Tilfelli og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, þar sem safnað var almennum gögnum um fyrirbura sem fengu síblástursmeðferð á tímabilinu 1992-2011. Úr úrtakinu voru valdir fyrirburar í tvær tilfella-viðmiðunar rannsóknir þar sem annars vegar voru fyrirburar sem svöruðu síblástursmeðferð ekki með viðunandi hætti og þurftu því öndunarvélarmeðferð og hins vegar voru fyrirburar sem fengu loftbrjóst í kjölfar síblástursmeðferðar. Til viðmiðunar við báða tilfellahópana voru valin viðmið sem fengu áfallalausa síblástursmeðferð án annarrar öndunaraðstoðar, pöruð við tilfellin á meðgöngulengd, fæðingarþyngd og fæðingarári.
    Niðurstöður: Marktæk aukning reyndist á notkun síblástursmeðferðar á tímabilinu og samsvarandi samdráttur í notkun öndunarvélameðferðar og surfactants. Glærhimnusjúkdómur reyndist áhættuþáttur fyrir bæði þörf á öndunarvélameðferð (OR 79,7 (9,3 - 685,6)) og loftbrjóstsmyndun (OR 9,3 (2,2 - 41,3)). Báðir tilfellahópar höfðu marktækt hærri súrefnisþörf á fyrstu klukkustundum lífs en viðmiðunarhópar. Tilfellahópar þurftu einnig lengri tíma á viðbótarsúrefni en viðmiðunarhópar (öndunarvélahópur: 35,2 vs. 25,6 (p=0,03); loftbrjóstshópur: 32,9 vs. 18,0 (p=0,0003)).
    Ályktanir: Aukin notkun síblástursmeðferðar hefur dregið úr þörf á öndunarvéla- og surfactantmeðferð. Flestir minnstu fyrirburanna þurfa samt sem áður á öndunarvélameðferð að halda. Glærhimnusjúkdómur virðist vera helsti áhættuþátturinn fyrir þörf á öndunarvélameðferð og myndun loftbrjósts hjá börnum á síblástursmeðferð

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafdis Sif Svavarsdottir-bs ritgerð 2. juni 6 .pdf741.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna