is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11993

Titill: 
 • Bitskráningarefni; Gæði efna og aðferðir við bitskráningu í krónu- og brúargerð
 • Titill er á ensku Bite Registration Materials; Material Quality and Methods for Bite Registration for Dental Crowns and Bridges
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að komast að því hvaða bitskráningarefni er nákvæmast og hagkvæmast til bitskráninga í tannlækningum. Skoðað var hvaða bitskráningarefni eru algengust í notkun hér á landi af tannlæknum og tannsmiðum. Einnig var athugað hvort hægt væri að rekja krónur/brýr sem eru of háar/lágar í biti til notkunar á ákveðnu bitskráningarefni.
  Aðferðir: Megindleg rannsóknaraðferð var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar. Spurningakönnun um bitskráningarefni í krónu- og brúargerð var send til úrtaks, sem var allir félagsmenn í Tannsmiðafélagi Íslands (n=73) og Tannlæknafélagi Íslands (n=348), sem höfðu skráð netföng á þeim tíma sem könnunin var send út. Aflað var heimilda um bitskráningarefni í erlendum rannsóknum þar sem engar rannsóknir þess eðlis hafa verið gerðar á Íslandi. Leitað var í ritrýndum tímaritum og bókum til að hafa heimildirnar sem áreiðanlegastar, en leitast var við að nota frumheimildir eins og kostur gafst.
  Niðurstöður: Alls svöruðu 31 tannsmiðir og 83 tannlæknar sem gerir 42% svarhlutfall hjá tannsmiðum og 24% svarhlutfall hjá tannlæknum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að tannlæknar á Íslandi sögðust oftast nota tegundirnar Blu-Mousse og Imprint Bite (bæði polyvinyl siloxane) við bitskráningar, en tannsmiðir sögðust oftast nota tegundina Blu-Mousse við innsteypingu á afsteypum tanna í bithermi. Bæði tannlæknum og tannsmiðum fannst einnig best að nota þær tegundir sem þeir sögðust oftast nota. Flestir tannsmiðir (48,4%) töldu að tannlæknar þyrftu stundum (meðaltal) að slípa krónur/brýr í bit sem rekja mætti til ónákvæmni bitskráningarefnis. Flestir tannlæknar (47%) sögðust þurfa sjaldan (meðaltal) að slípa krónur/brýr í bit sem rekja mætti til ónákvæmni bitskráningarefnis.
  Ályktanir: Byggt á niðurstöðum rannsóknarinnar þá voru eftirfarandi ályktanir dregnar:
  • Blu-Mousse og Imprint Bite (bæði polyvinyl siloxane) séu algengustu tegundir bitskráningarefna sem notuð eru af tannlæknum á Íslandi.
  • Blu-Mousse (polyvinyl siloxane) sé mest notað af tannsmiðum á Íslandi við innsteypingu á afsteypum tanna í bithermi.
  • Polyvinyl siloxane efni séu mest notuð við bitskráningar í krónu- og brúargerð á Íslandi í dag.
  Lykilorð: Bitskráningarefni, bitskráning, samanbit, aðferðir við bitskráningu.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The purpose of this study was to find out which interocclusal registration material is the most accurate and efficient for bite registrations in dentistry. The most common usage of interocclusal registration material by dentists and dental technicians in Iceland was examined. Relation between crowns/bridges which are too high/low in occlusion and the usage of a certain interocclusal registration material was also examined.
  Methods: Quantitative research form was used in conducting of this study. Questionnaire survey about interocclusal registration materials for crowns and bridges was sent to a sample, which included all members of The Icelandic Dental Technician Association (n=73) and The Icelandic Dental Association (n=348), which had listed e-mail addresses when the survey was sent out. Data regarding interocclusal registration materials was provided from foreign studies as no such studies have been executed in Iceland. Peer reviewed journals and books were searched to find the most reliable data, but source data was used as possible.
  Results: A total of 31 answers came from dental technicians and 83 answers came from dentists that makes a total of 42% answer ratio for dental technicians and 24% answer ratio for dentists. The main results of the research showed that Icelandic dentists most commonly use the brands Blu-Mousse and Imprint Bite (both polyvinyl siloxane) when making bite registrations but dental technicians also use Blu-Mousse most commonly when mounting casts on an articulator. Both dentists and dental technicians also found these same materials to be the best, regarding usage. Most dental technicians (48,4%) considered that dentists needed sometimes (average) to fix crowns/bridges to fit the occlusion of the patient which could be related to inaccurancy of the interocclusal recording material. Most dentists (47%) considered that they rarely (average) had to fix crowns/bridges to fit the occlusion of the patient which could be related to inaccurancy of the interocclusal recording material.
  Conclusions: Based on the results of the study the following conclusions were drawn:
  • Blu-Mousse and Imprint Bite (both polyvinyl siloxane) are the most common brands of interocclusal bite registration materials used by dentists in Iceland.
  • Blu-Mousse (polyvinyl siloxane) is the most common brand used by dental technicians when mounting casts on an articulator.
  • Polyvinyl siloxane is the most common material used to make bite registrations for crowns/bridges in Iceland today.
  Keywords: Interocclusal recording material/bite registration material, interocclusal registration/bite registration, intercuspal record, interocclusal technique/bite registration technique.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Bitskráningarefni.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna