is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11994

Titill: 
 • Sjálfsát í brjósta- og briskrabbameini
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Sjálfsát er hluti af eðlilegri starfsemi frumu. Hún nýtir sjálfsát aðallega til að endurvinna prótein og frumulíffæri en við streituástand nýtir hún sér það til að lifa af aðstæðurnar þangað til eðlilegt umhverfi næst aftur. Skortur á sjálfsáti getur valdið aukinni tilhneigingu til krabbameinsmyndunar en á hinn bóginn getur sjálfsát hjálpað krabbameinsfrumum að lifa af meðferð.
  Markið: Að kanna sjálfsát og ræsingu þess í brjósta- og briskrabbameini.
  Framkvæmd: Fengin voru 15 brjósta- og 14 briskrabbameinssýni frá Rannsóknastofu í meinafræði. Þau voru mótefnalituð fyrir p62 (tengist myndun sjálfsátsbóla), AMPK (nemur orkuástand frumunnar) og LC3 (binst sjálfsátsbólum). Öll sýnin voru skoðuð í ljóssmásjá af H.M.Ö, J.G.J og Ú.T. Ákveðið var að meta litastyrk frá + til +++ á AMPK og p62 en fyrir LC3 var metið hversu stórt hlutfall fruma í sýninu höfðu depla sem merkja sjálfsátsbólur. Lokamat var samhljóða ákvörðun.
  Niðurstöður: Öll sýnin sýndu sterka (++/+++) litun fyrir p62 en litunin var ósértæk. Af brjóstakrabbameinssýnunum höfðu 60% sterka tjáningu á AMPK en 50% í briskrabbameinssýnunum. Eitthvað var um misleita litun í sýnum, stundum óregluleg, stundum sterkari í útjaðri vefjasýnisins. Í brjóstakrabbameinssýnunum sáust LC3-jákvæðir deplar í >30% fruma í 33,3% en 50% í briskrabbameinssýnunum. Í mörgum sýnum sást sterk AMPK tjáning og mikil LC3 tjáning á sama stað. Algengast var að tjáning á AMPK og LC3 fylgdist að, þannig að AMPK litun var dauf og LC3 litun lítil í 11 af 29 tilvikum, og mikil tjáning af AMPK og sterk litun fyrir LC3 sást í 9 tilvikum. Aðeins voru 3 sýni með mikla tjáningu á LC3 en daufa AMPK litun. Aftur á móti sýndu 6 sýni sterka AMPK litun en höfðu fáa LC3 depla. Mat með Fisher's exakt prófi á sambandi AMPK og LC3 gaf p-gildið 0,06.
  Ályktanir: Mjög sterk litun gegn p62 í öllum sýnum var ósértæk. Dauft AMPK og lágt LC3 hlutfall sást í þriðjungi tilfella og gefur til kynna nægt orkuástand frumanna og því ekki þörf á sjálfsáti. Sterkt AMPK og hátt LC3 hlutfall sást einnig í þriðjungi tilfella og gefur til kynna mikinn orkuskort í frumunum og mikið sjálfsát í gangi. Sjálfsát virtist sjaldan ræsast eftir öðrum leiðum en vegna orkuskorts (3 tilvik) en í fimmtungi tilvika sáust ekki merki um mikið sjálfsát þrátt fyrir orkuskort, sem bendir til þess að krabbameinsfrumur geti farið framhjá skilaboðum um orkuskort.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfsát.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna