is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11999

Titill: 
 • Staðfesting á tilvist minni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um þrjú verk höfundar út frá hugmyndum í heimspeki, táknfræði og listum. Myndlist sækir margt til heimspekinnar og greinarnar eiga raunar margt sameiginlegt. Hugmyndir um tilvist mannsins, sjálfsvitund hans og dulvitund hafa veitt mörgum myndlistamanninum innblástur. Í inngangi er fjallað sérstaklega um tilvistarspekina en einnig drepið á hugmyndum Freuds um sjálfið.
  Segja má að sjálfsmyndir séu skrásetning mannlegrar tilvistar. Farið er lauslega í gegnum þróun sjálfsmynda frá endurreisnartímabilinu og fram til seinni hluta tuttugustu aldar. Hér eru áhrif Freuds ennfremur skoðuð nánar. Bornar eru saman sjálfsmyndir þeirra Fridu Kahlo, Rembrandts van Rijn og Pablos Picasso með tilliti til afstöðu til sjálfsins, hvað aldur og stöðu varðar. Þá er litið til fleiri listamanna, aðallega kvenna, og viðhorf þeirra til dauðans skoðuð. Í lok þessarar umræðu er svo minnst á sjálfsmynd höfundar, Sjálfsrit, frá árinu 2009 og hún greind með tilliti til fyrrnefndrar umræðu en einnig skoðuð nánar út frá samspili mynda og texta.
  Þá er fjallað um sýningu höfundar, Angist, sem samanstóð af málverkum og skúlptúr af grátandi ungbörnum og þyrpingu vatnslitamynda. Í framhaldinu er fjallað um samtal verka við áhorfendur og þátttöku þeirra í listinni; hvað færir verkið áhorfandanum og hvað gefur hann til baka?
  Að lokum er rætt um tákn og myndlestur og í því samhengi fjallað um verk höfundar, Svo verður, og nálgun áhorfandans borin saman við umfjöllunarefni höfundar.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna