en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12003

Title: 
 • Title is in Icelandic Hagfræðilegt mat á nálaskiptiþjónustu sem forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Frá árinu 2007 hefur fjöldi HIV smita aukist meðal sprautufíkla á Íslandi og síðastliðin tvö ár hafa þeir verið tæplega helmingur allra nýgreindra. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort nálaskiptiþjónusta væri kostnaðarhagkvæm sem forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi. Kostnaðarnytjagreining var gerð út frá samfélagslegu sjónarhorni.
  Verðlagsár greiningarinnar er 2011 og við núvirðingu var miðað við 3% afvöxtunarstuðul. Borið var saman tíu ára tímabil (2011 - 2020) með og án nálaskiptiþjónustu. Kostnaðarnytjahlutfallið var reiknað út frá kostnaði á hvert lífsgæðavegið lífár. Næmisgreining var gerð á öllum helstu forsendum. Niðurstöður sýndu að kostnaður samfélagsins vegna HIV smita meðal sprautufíkla á tímabilinu 2011 -2020 var metinn vera 1.062.608.598 kr án nálaskiptiþjónustu en 1.087.080.804 kr með nálaskiptiþjónustu. Umfram kostnaður vegna nálaskiptiþjónustu var því 24.472.207 kr. Með nálaskiptiþjónustu var hægt að koma í veg fyrir 4,53 HIV smit og bjarga 7,39
  lífsgæðavegnum lífárum á tímabilinu. Kostnaður vegna hvers aukalegs lífsgæðavegins lífárs var 3.313.572 kr. Ályktanir: Samkvæmt viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er aðgerð kostnaðarhagkvæm ef hún skilar einu lífsgæðavegnu lífári undir þrefaldri vergri landsframleiðslu á einstakling. Árið 2011 var þreföld verg landsframleiðsla á Íslandi 15.329.757 kr. Næmisgreining á helstu forsendum skilaði kostnaði innan þessara marka. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að nálaskiptiþjónusta sé kostnaðarhagkvæm forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi.

Accepted: 
 • Jun 4, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12003


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS-ritgerð.pdf1.48 MBOpenHeildartextiPDFView/Open