is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12006

Titill: 
 • Framrás langvinns nýrnasjúkdóms meðal einstaklinga í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Langvinnur nýrnasjúkdómur (LNS), skilgreindur sem merki um skemmdir í nýrum eða gaukulsíunarhraði (GSH) undir 60 ml/mín./1,73 m2 í að minnsta kosti 3 mánuði, getur leitt til lokastigsnýrnabilunar og eykur jafnframt áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Langtímahorfur sjúklinga hafa þó ekki verið vel rannsakaðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna breytingar á nýrnastarfsemi meðal einstaklinga sem greinst hafa með LNS í samanburði við þá sem ekki hafa LNS.
  Efni og aðferðir: Fyrir alla þátttakendur í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar 1967-1996 var leitað að niðurstöðum mælinga kreatíníns í sermi (SKr) og próteins í þvagi við heimsókn í Hjartavernd og á rannsóknarstofu Landspítala, frá 11. febrúar 1994 til 20. mars 2011. Gaukulsíunarhraði var reiknaður með MDRD-jöfnu og hallatala hans yfir tímabil metin, þ.e. hallatala = ml/mín./1,73 m2 á 10 árum. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl áhættuþátta við versnun nýrnastarfsemi. Kyn voru aðskilin við greininguna og var notast við gögn þeirra sem voru yngri en 75 ára.
  Niðurstöður: Af 18903 þátttakendum voru 18620 undir 75 ára aldri, þar af voru fyrirliggjandi bæði SKr og prótein í þvagi í tilviki 17748 einstaklinga og 13038 einstaklinga áttu tvær eða fleiri SKr-mælingar. Alls voru 5418 karlar með rGSH ≥60 án próteinmigu og var meðalhallatalan -4,8 (95% öryggismörk -5,0; -4,6). Karlar með GSH ≥60 og próteinmigu voru 133 og reyndist hallatalan -9,4 (-11,4;-7,3). Meðal 238 karla með rGSH <60 án próteinmigu var hallatalan -0,9 (-2,5;0,7), en hjá 29 körlum með rGSH <60 og próteinmigu reyndist hallatalan -9,3 (-17,5;-1,0). Með hækkandi kólesteróli (p=0,006) og/eða slagbilsþrýstingi (p<0,0001) jókst tap á nýrnastarfsemi meðal karla. Hallatala 6347 kvenna með rGSH ≥60 án próteinmigu reyndist -3,7 (-3,9;-3,6) en 48 konur með rGSH ≥60 og próteinmigu voru með hallatöluna -8,1 (-11,4;-4,8). Meðal 806 kvenna með rGSH <60 án próteinmigu var hallatalan -0,4 (-1,2;0,3) en hjá 19 konum með rGSH <60 og próteinmigu var hallatalan -7,6 (-14,2;-1,1). Nýrnastarfsemi fór versnandi hjá konum eftir því sem slagbilsþrýstingur jókst (p<0,0001). Reykingar höfðu neikvæð áhrif á nýrnastarfsemi í báðum kynjum (karlar, p=0,004; konur, p=0,01).
  Ályktanir: Hnignun rGSH er hraðari hjá körlum en konum. Sé próteinmiga til staðar er versnun nýrnastarfsemi hraðari. Reykbindindi og góð meðferð við háþrýstingi, sykursýki og hækkuðu kólesteróli gætu mögulega dregið úr framrás langvinns nýrnasjúkdóms.

Samþykkt: 
 • 4.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AAK_Ritgerd_loka.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna