is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12013

Titill: 
  • Samband andlegrar viðleitni og bata í áfengis- og vímuefnameðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort andleg viðleitni tengist bata frá áfengi og vímuefnum. Andleg viðleitni felur í sér áhersluna á innri eiginleika sem auðveldar fólki að setja sig í samband við sjálfið, annað fólk og náttúruna. Andleg viðleitni hefur jákvæð tengsl við almenna heilsu fólks. Því var búist við því að þátttakendur sem voru andlega þenkjandi við innlögn væru líklegri til að vera í bata einu ári eftir meðferð en þeir sem voru ekki andlega þenkjandi. Einnig var búist við því að þeir sem stunduðu 12 spora kerfið og voru andlega þenkjandi væru frekar í bata en þeir sem voru ekki andlega þenkjandi. Rannsóknin er langsniðsrannsókn og í upphafi voru þátttakendur 104 úr hópi þeirra sem komu til meðferðar á sjúkrahúsið Vog árið 2008 og voru eldri en tvítugir. Niðurstöður leiddu í ljós að einstaklingar sem voru lítið andlega þenkjandi voru við verri líkamlega heilsu en þeir sem voru meira andlega þenkjandi. Niðurstöður sýndu engan marktækan mun á bata á geðheilsu né fjölskyldu/félagslegri stöðu eftir því hversu andlega þenkjandi einstaklingar voru. Þátttakendur sem voru meira andlega þenkjandi voru ekki frekar í bindindi heldur en þeir sem voru lítið andlega þenkjandi. Niðurstöður sýndu heldur ekki marktækan mun á bata hjá fólki sem stundaði 12 spora kerfið eftir því hvort það var andlega þenkjandi eða var það ekki.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Hrefna.pdf771.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna