is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12015

Titill: 
 • Tengsl æðaþéttleika við bandvefsumbreytingu þekjuvefs í þrí-neikvæðum brjóstakrabbameinum, og áhrif amphiregulin og EGF á mennsku brjóstastofnfrumulínuna D492
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tengsl æðaþéttleika við bandvefsumbreytingu þekjuvefs í þrí-neikvæðum brjóstakrabbameinum, og áhrif amphiregulin og EGF á mennsku brjóstastofnfrumulínuna D492
  Inngangur: Bandvefsumbreyting þekjuvefs (epithelial to mesenchymal transition - EMT) er ferli þar sem þekjufrumur tapa tjáningunni á einkennispróteinum þekju og fara að tjá einkennisprótein bandvefs. EMT er talið gegna mikilvægu hlutverki í meinvarpamyndun þekjuvefsæxla. Nýlega hefur verið sýnt fram á að æðaþelsfrumur geti örvað EMT með því að seyta vaxtarþáttum og því er hugsanlegt að æðar í æxlum hvetji til EMT. Einnig hefur verið sýnt fram á að s.k. þrí-neikvæð brjóstakrabbamein (ÞNBK) hafa mikla tilhneigingu til að undirgangast EMT en þessi æxli eru einnig æðarík.
  Efniviður og aðferðir: Tuttugu ÞNBK sýni voru rannsökuð með tilliti til æðaþéttleika með litunum fyrir æðaþelseinkennispróteininu CD31 ogkönnuð tengsl við tjáningu á þekjuvefs- og bandvefspróteinunum E- og N-cadherin og S100A. Einnig rannsökuðum við in vitro EMT með því að nota stofnfrumulínuna D492 og höfðum þar sérstakan áhuga á að kanna áhrif EGFR (epidermal growth factor receptor) bindlana EGF (epidermal growth factor) og AREG (amphiregulin). D492 stofnfrumulínan var meðhöndluð í hefðbundinni tvívíðri (2D) rækt í einn og hálfan mánuð með EGF, amphiregulin eða án þessara þátta. Síðan voru þessar formeðhöndluðu frumur settar í þríðvíða rækt (3D) með EGF til að kanna áhrif formeðhöndlunar með mismunandi EGF bindlum á vefjarækt.
  Niðurstöður: Þegar borin voru saman tengsl æðaþéttleika (CD31 tjáning) við þekjuvefs- og bandvefs-kenniprótein reyndist tjáning E-cadherin (þekjuvefsprótein) vera minnkuð þar sem æðaþéttleiki var mikill (rho=-5,2765 og ρ<0,0001). Bandvefskennipróteinið S100 var einnig minnkað þar sem æðaþéttleikinn var mikill (rho=-40343 og ρ<0,0001) en ekkert marktækt samband fannst á milli N-cadherin (bandvefskenniprótein) og æðaþéttleika (rho=0,00907 og ρ=0,9217). D492 frumur formeðhöndlaðar með EGF mynduðu fleiri EMT þyrpingar í 3D vefjarækt miðað við D492 frumur sem höfðu verið formeðhöndlaðar með amphiregulini (117 á móti 23), en þær mynduðu frekar greinóttar þyrpingar í 3D geli (21 á móti 5).
  Ályktanir: Við fundum ekki bein tengsl milli æðaþéttleika og EMT í ÞNBK en þó var minnkuð tjáning á þekjuvefspróteininu E-cadherin í æðaríkum svæðum. Amphiregulin hvetur
  myndun á frumum sem mynda greinótta strúktúra (branching morphogenesis) í 3D vefjaræktun en EGF örvar aftur á móti myndun á frumum sem hafa tilhneigingu til að undirgangast EMT.

Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl æðaþéttleika við bandvefsumbreytingu þekjuvefs í þrí-neikvæðum brjóstakrabbameinum, og áhrif amphiregulin og EGF á mennsku brjóstastofnfrumulínuna D492.pdf2.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna