is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12017

Titill: 
  • Gleymda lífsmarkið? : rannsóknaráætlun um talningu, mat og skráningu á öndunartíðni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar var að útbúa rannsóknaráætlun með það að markmiði að kanna hvort hjúkrunarfræðingar á hand- og lyflækningadeildum á Landspítala (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) telji, meti og skrái öndunartíðni með öðrum lífsmarkamælingum. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið framkvæmd áður hér á landi og gæti því gefið góðar vísbendingar um hvernig þessum málum er háttað.
    Öndunartíðni er eitt það fyrsta sem breytist við versnun á ástandi sjúklings og er hún talin vera sú lífeðlisfræðilega breyta sem gefur hvað bestar vísbendingar um yfirvofandi versnun á ástandi sjúklings. Í erlendum rannsóknarniðurstöðum sem stuðst var við í ritgerðinni kom fram að hjúkrunarfræðingar telja almennt ekki öndunartíðni með öðrum lífsmörkum og kom fram að ástæður þess séu margvíslegar s.s. tímaskortur, mannekla, reynsluleysi og ónóg þekking.
    Við framkvæmd rannsóknarinnar mun verða notast við lýsandi megindlega rannsóknaraðferð og mun rannsóknin verða framkvæmd með spurningakönnun sem svarað verður rafrænt á internetinu. Niðurstöður spurningakönnunarinnar verða bornar saman við skráðar lífsmarkamælingar sjúklinga á viðkomandi deildum og verður þannig hægt að sjá hvort samræmi sé þar á milli. Takmarkanir rannsóknarinnar verða þær að rannsóknin verður einungis framkvæmd á tveimur stórum sjúkrahúsum og mun einungis ná til hand- og lyflækningadeilda. Með því að telja öndunartíðni sjúklinga reglulega væri að mati höfunda e.t.v. hægt að koma í veg fyrir óvæntar innlagnir á gjörgæsludeildir, hjartastopp og jafnvel dauða, með tímanlegum inngripum.
    Meginhugtök: Öndunartíðni, hjúkrunarfræðingur, vöktun lífsmarka.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this thesis was to construct a research proposal, aiming to explore whether nurses in surgical and medical ward at The National University Hospital and Akureyri Hospital count, evaluate and register respiratory rate while monitoring other vital signs. A comparable study has not been done previously in Iceland and might therefore be valuable and give a good indication of how these matters are handled.
    Respiratory rate is one of the first physical parameters that changes due to worsening of the patient‘s condition and is considered to be the one physiological parameter that gives the best possible indication of imminent deterioration of the patient.
    Most studies reveal that nurses are generally not counting respiratory rate with other vital signs and the reasons for not doing so are many, such as lack of time, inexperience, insufficient knowledge and staff shortage.
    The study will be quantitative and descriptive and will be performed by questionnaires. The questionnaires will be answered electronically on the internet. Results of the questionnaires will be compared with registered documentation of patients vital signs on the wards and can thus be seen whether there is consistency between them. Limitations of the study are, that it will only be conducted in two large hospitals and will only apply to surgical and medical wards.
    The authors claim that by monitoring the respiratory rate of patients on a regular basis, unexpected admissions to intensive care unit (ICU), cardiac arrest and even death can be avoided with timely intervention.
    Main concepts: respiratory rate, nurse, vital sign monitoring.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 10.5.2015.
Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÖT_finale_læst.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna