is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12018

Titill: 
 • Helstu ástæður þess að nemendur á heilbrigðisvísindasviði íhuga að hverfa frá námi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Með örri þróun í tækni hafa fleiri geta nýtt sér fjölbreytt námsframboð háskólanna. Til viðbótar við hefðbundið staðarnám geta sífellt fleiri einstaklingar nýtt sér fjarnám og fjarkennslu til að nema í sinni heimabyggð þar sem háskólar eru ekki til staðar. Félagslegar aðstæður nemenda eru mismunandi og námsmannahópurinn er fjölbreyttur.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað hefði haft áhrif á ákvörðun þeirra nemenda sem höfðu íhugað að hverfa frá háskólanámi en ákveðið að halda áfram og hvaða félagslegar aðstæður voru einkennandi fyrir þann hóp.
  Rannsóknin var megindleg og voru fengin gögn úr spurningalistakönnun, sem unnin var af starfshópi um brottfall í Háskólanum á Akureyri (HA) og lögð fyrir nemendur HA í apríl 2011. Úrtakið voru nemendur í hjúkrunar- og iðjuþjálfunarfræði en alls svöruðu 130 nemendur í þeim hópi. Svarhlutfallið var 52% hjá hjúkrunarfræðinemum og 37% hjá iðjuþjálfunarfræðinemum. Tölfræðileg úrvinnsla rannsóknarinnar var gerð í Exel töflureikni og myndrit unnin í Pivot veltitöflu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meirihluti nemenda voru giftir eða í sambúð og meirihluti hjúkrunarfræðinema voru með börn í sinni forsjá en voru í minnihluta hjá iðjuþjálfunarfræðinemum. Það kom einnig í ljós að meirihluti nemenda voru á námslánum og var sambærilegt á milli hópa. Helstu ástæður sem nefndar voru hjá nemum sem íhugðu að hætta námi voru að námið væri of krefjandi, vegna fjárhagsaðstæðna og persónulegra aðstæðna. Það sem hafði helst áhrif á ákvörðun þeirra sem ákváðu að halda áfram námi var góður stuðningur frá fjölskyldu, vinum og samnemendum.
  Rannsakendur vonast til að niðurstöðurnar hjálpi fagfólki innan heilbrigðis- og menntakerfisins til þess að skilgreina félagslegt umhverfi og mæta þörfum nemenda og efla þá í námi.
  Lykilorð: Fjarnemi, staðarnemi, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfunarfræði.

 • Útdráttur er á ensku

  With the rapid developments in technology, more people can now take advantage of the wide range of university courses available. In addition to conventional education more and more people can take advantage of distance education and distance learning to study in their home towns, where there are no universities. Social conditions of students are very different and the students themselves are diverse.
  The purpose of this study was to explore what might have influenced the decision of those who had considered withdrawing from university, but decided to continue and to explore the social conditions typical for that group.
  The study was quantitative and the data were obtained from a questionnaire survey, conducted by a workgroup about dropouts at the University of Akureyri (UNAK) and submitted to the students in April 2011. With in the sample were students in nursing and occupational therapy, but a total of 130 students in that group answered back. The response rate was 52% for students in nursing and 37% for students in occupational therapy. Statistical analyzes of the study was performed in a Excel spreadsheets and graphs were made in Pivot X charts. Our findings showed that the majority of students were married or living with a spouse and that the majority of students in nursing had children in their custody, but the minority of students in occupational therapy. Our findings also revealed that the majority of students in both groups were on student loans. Main reasons mentioned with students who had considered dropping out were that the program was too demanding, because of financial circumstances and personal circumstances. What mostly influenced the decision of those who decided to continue with their studies was the support from family, friends and fellow students.
  Researchers hope that the results will help professionals with in the health and education system in order to define the social environment and meet the needs of students and enhance their studies.
  Keywords: Distance learning student, local student, nursing, occupational therapy.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.5.2013.
Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helstu ástæður þess að nemendur á heilbrigðisvísindasviði íhuga að hverfa frá námi..pdf644.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna