is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12019

Titill: 
 • Ör á líkama og sál : upplifun kvenna af eigin líkama, andlegri líðan og kynheilbrigði í kjölfar brjóstakrabbameins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig greining og meðferð við brjóstakrabbameini hefur áhrif á upplifun kvenna af eigin líkama, andlegri líðan þeirra og kynheilbrigði. Svarað var eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig hefur greining og meðferð við brjóstakrabbameini áhrif á upplifun kvenna af eigin líkama, andlegri líðan og kynheilbrigði? Hverskonar þjónustu og stuðning fá konur við greiningu og meðferð við brjóstakrabbameini og hvaða bjargráð nota þær? Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð og gögnum aflað með viðtölum við sjö konur sem gengið höfðu í gegnum meðferð vegna brjóstakrabbameins. Stuðst var við opinn óstaðlaðan viðtalsramma. Viðtölin voru hljóðrituð, síðan afrituð og gögnin kóðuð og greind. Niðurstöður mynduðu fimm meginþemu: Heilbrigðisþjónustu, líkamlegar afleiðingar og upplifun, samlíf, bjargráð og stuðningur. Konurnar fundu fyrir breytingum á upplifun af eigin líkama sem endurspeglaðist í breyttri kvenímynd. Andleg líðan þeirra breyttist og reynslan skildi eftir sig ör á sálinni. Konurnar upplifðu breytingar á kynheilbrigði í kjölfar meðferðar sem þær voru enn að takast á við. Ótímabær tíðahvörf gerðu vart við sig og áhyggjur af ófrjósemi í kjölfar þeirra. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks og ástvina var mikilvægur allt frá greiningu til dagsins í dag, þó það væri misjafnt hversu mikinn stuðning konurnar þörfnuðust. Hin ýmsu bjargráð voru notuð til að komast í gegnum veikindin og má þar nefna útivist, hannyrðir og lögðu almennt rækt við líkama og sál. Áhrif brjóstakrabbameins getur haft mikil áhrif á lífsgæði kvenna.
  Lykilhugtök: Brjóstakrabbamein, líkamsímynd, kynheilbrigði, andleg líðan, upplifun af eigin líkama.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this study was to explore how diagnosis and treatment for breast cancer affects women‘s body awareness, their mental condition and sexual health. The following research questions were posed: How does diagnosis and treatment for breast cancer affect women‘s body awareness, mental condition and sexual health? What kind of service and support do women receive when diagnosed and treated for breast cancer and how do they cope? The research was qualitative and the data was collected through open interviews with seven women who had been treated for breast cancer. The interviews were recorded, then transcribed and the data coded and analyzed. The findings formed five main themes: Health services, physical consequences and experience, intimate relationship, coping and support. The women reported chances in their body awareness, which reflected in changes of their body image regarding femininity. Their mental condition changed, but the long term consequences varied. The women experienced changes in their sexual health, after therapy, which they were still dealing with. When treatment induced menopause emerged, it was followed by worries about infertility. Support from the staff of the health services and loved ones was important from the day of diagnosis until today, but the women’s need of support differed to a certain degree. The women coped with the illness in various ways, such as by practicing outdoors activities, handcrafts and generally improved body and spirit. The consequences of breast cancer can last for a long time and affect the women’s quality of life significantly.
  Key terms: Breast cancer, body image, sexual health, mental condition, body awareness.

Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lollipopp 2 buid.pdf3.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna