is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12021

Titill: 
 • Aðgát í nærveru sálar : viðhorf og líðan hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema til hjúkrunar deyjandi einstaklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar heimildarsamantektar var að skoða viðhorf og reynslu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema til hjúkrunar deyjandi einstaklinga. Kannaðir voru þættir sem gætu haft áhrif á líðan þeirra við umönnun deyjandi einstaklinga og sjónum var sérstaklega beint að aldri og fyrri reynslu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema sem áhrifaþáttum. Einnig var kannað hvort komið hefði fram þörf á því að efla kennslu og undirbúning í grunnnámi hjúkrunarfræðinga varðandi umönnun og samskipti við dauðvona einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
  Heimilda var aflað frá gagnagrunnunum EBSCOhost, CHINAL, ProQuest, PubMed, Google leitarvél (scholar.google.com), leitir.is, og Gegnir. Flestar heimildir voru fengnar í gegnum CHINAL og ProQuest .
  Helstu niðurstöður heimildarsamantektarinnar sýndu að umönnun við lífslok getur verið krefjandi og sársaukafull reynsla fyrir þann sem hana veitir. Í námi hjúkrunarfræðinga er lögð mikil áhersla á samskipti í hjúkrun. Samskipti við deyjandi einstakling og fjölskyldu hans krefjast nærgætni og fela í sér upplifun á tilfinningum eins og sorg, reiði, óöryggi, kvíða og vanmáttarkennd. Aldur og reynsla hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema getur haft áhrif á viðhorf þeirra til dauðans og rannsóknir sýndu að þeir sem voru yngri og reynsluminni upplifðu neikvæðara viðhorf en þeir sem eldri voru og með lengri starfsreynslu. Einnig kom fram að þörf er á að efla menntun og fræðslu til hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema svo draga megi úr líkum á neikvæðum viðhorfum og erfiðum upplifunum.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this literature review was to look at nurses and nursing students attitudes and experience towards care of the dying. Factors that influence their feelings when caring for dying patients were explored, especially whether age and former experience of nurses and nursing students could influence their attitudes towards death and care of the dying. Also whether there was a need to enhance education and preperation for undergraduate nursing students regarding the care of and communication with the dying and their families.
  References for this literature review were gathered from EBSCOhost, CHINAL, Pro Quest, PubMed, Google search engine (scholar.google.com), leitir.is and Gegnir. The majority of the references came from CHINAL and ProQuest.
  The main findings showed that care of the dying can be demanding and painful. There is a great emphasis on communication in nursing education. Communication with the dying and his/her family demands a great deal of sensitivity and include feelings like sorrow, anger, insecurity, anxiety and discouragement.
  Age and experience of nurses and nursing students can have an impact on their attitudes towards death and studies showed that those who were younger and had less nursing experience had a more negative attitude than those who were older and had more experience. Other findings showed a need for enhancing education for nurses and nursing students as it may result in less negative attitudes and experience toward care of the dying.

Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðgát í nærveru sálar.pdf936.28 kBOpinnPDFSkoða/Opna