Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12023
Í þessari ritgerð fjalla ég um tengingu barnæsku minnar við verk mín og hvernig teikningar mínar og videóverk tengjast órjúfanlegum böndum. Ég notast við skrif og viðtöl við listamenn eins og Louise Bourgeois, Sam Taylor-Wood og Pipilotti Rist til að útskýra mál mitt auk þess að skoða kenningar sálfræðingsins Carl G. Jung um tákn og erkitýpur í umfjöllun minni um videóverk mín. Minningar úr barnæsku eru mér hugleiknar og ég lít á vinnu mína með þær sem þátt í leit minni að þekkingu. Að lokum mun ég komast að niðurstöðu um hvernig ólíkir þættir eins og barnæska, minningar, kenningar Jung um erkitýpur og sammannleg minni birtast í teikningum mínum og videóverkum og mynda eina heild.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 528,66 kB | Lokaður | Heildartexti |