is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12028

Titill: 
 • Árif langvinnra verkja á heilsutengd lífsgæði eldra fólks : heimildasamantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Viðfangsefni hennar er að fræðast um og skoða áhrif langvinnra verkja á heilsutengd lífsgæði eldra fólks. Við heimildaleit voru notuð gagnasöfnin Cinahl og leitir.is. Einnig voru notaðir heimildarlistar þeirra greina sem þar voru að finna. Við gagnaúrvinnslu var notast við Mendeley sem er gagna og heimildavinnsluforrit.
  Eldra fólk er stækkandi hópur í íslensku samfélagi og mikilvægt er fyrir þennan hóp að hjúkrunarfræðingar einbeiti sér að heilsu og því að gæða árin lífi frekar en að einblína á sjúkdóma. Langvinnir verkir eru oft fylgifiskar langlífis, þeir eru stórt heilsufarsvandamál og sjúkdómur í sjálfu sér og algengi þeirra er vanmetið.
  Verkir og heilsutengd lífsgæði eru huglæg upplifun og mikilvægt er að einstaklingar séu virkir þátttakendur í meðferð sinni. Lyfjameðferð er þungamiðja meðferðar við langvinnum verkjum og getur vanmeðhöndlun haft í för með sér margskonar aukaverkanir. Þörf fyrir aðstoð eykst með auknum aldri, en þörfin er jafnvel ekki til staðar án verkjanna. Langvinnir verkir hafa margvísleg áhrif á líkamlega og sálræna líðan, félagslega virkni og starfshæfni. Auk þess sættir eldra fólk sig frekar við þær skerðingar sem langvinnir verkir hafa í för með sér, heldur en yngra fólk gerir.
  Helstu niðurstöður eru þær að langvinnir verkir hafa áhrif á lífsgæði eldra fólks með margvíslegum hætti. Er því mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að líta heildrænt á aðstæður fólks til að aðstoða það við að finna styrkleika sína til að yfirstíga hindranir lífsins og auka lífsgæði.
  Lykilhugtök: langvinnir verkir, lífsgæði, eldra fólk, 65+.

 • Útdráttur er á ensku

  This literature review is a graduating thesis for a BS degree in nursing from the University of Akureyri. The subject of it is to learn about and explore the effect of chronic pain on health-related quality of life among older people. Our findings are based on references found in databases on Cinahl and leitir.is. Reference lists of the articles that were found were also used. In analyzing data we used a data and reference source called Mendeley.
  Older people are a growing population in Icelandic society and it is very important for this group that nurses focus on health in order to enhance the quality of life rather than focusing on disease. Chronic pain does often follow longevity, it is a major health problem and a disease in itself and the prevalence is underestimated.
  Pain and quality of life is a subjective experience and it is important that the individuals are active participants in their treatment. Medical treatment is the essence in treatment of chronic pain and under treatment can cause multiple side effects.
  The need for assistance increases with age, but the need may not even exist without the pain. Chronic pain has multiple effects on physical and psychological well-being, social functioning and profession skills. Additionally, older people do reconcile better to the decline associated with chronic pain than younger people.
  The main conclusion is that chronic pain does affect the quality of life of older people in various ways. Therefore it is important for nurses to look holistically at peoples conditions to assist them in identifying their strengths to overcome the obstacles of life and improve quality of life.
  Key words: chronic pain, quality of life, older people, 65 +.

Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif langvinnra verkja PDF.pdf375.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna