is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12031

Titill: 
 • Þekking og fræðsluþarfir einstaklinga sem greinast með kransæðasjúkdóma
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar heimildasamantektar, sem er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræðum, eru fræðsluþarfir hjartasjúklinga. Um þessar mundir eru hjartasjúkdómar algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í hinum vestræna heimi. Ísland er ekki undanskilið, en árið 2004 var heildarfjöldi nýrra kransæðaáfalla hér á landi 652 tilvik. Hjá Hagstofu Íslands kemur fram að á Íslandi létust 204 karlar og 146 konur úr kransæðasjúkdómum árið 2009. Að greinast með hjartasjúkdóm er mikið áfall og fæstir einstaklingar vita hvernig á að bregðast við og þurfa því fræðslu.Viðfangsefni þessarar samantektar eru fræðsluþarfir kransæðasjúklinga. Finnum við hvað rannsóknir segja um þekkingu kransæðasjúklinga á sjúkdómi sínum, hvað þeir vilja vita um sjúkdóminn, hvað þeir vilja helst fá fræðslu um eftir greiningu og hvort heilbrigðiskerfið mæti þörfum þeirra. Leitum við eftir ritrýndum rannsóknargreinum til að svara rannsóknaspurningunum okkar gefnar út á tímabilinu 2000 til 2012 sem fjalla um fræðsluþarfir, þekkingu og upplifun kransæðasjúklinga af fræðslu veitta af heilbrigðisstofunum. Niðurstöður samantektarinnar benda til þess að mismunandi fræðsluþarfir séu eftir tímabilum, aldri og kyni. Virðast sjúklingar fyrst vilja fá fræðslu um lyfjanotkun, líffæra- og lífeðlisfræði hjartans, áhættuþætti og lífsstílsbreytingar.
  Lykilorð.
  Kransæðasjúkdómar, hjartasjúkdómar, þekking sjúklinga, meðferðarfylgni, fræðsluþarfir,

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this research compilation, which is a final project for a B.Sc. degree in nursing, is the educational needs of coronary heart patients. Today, heart diseases are the most common cause of premature death in the western world. Iceland is no exception, with 652 cases of coronary artery disease cases in 2004. In the year of 2009 the 204 cases among men and 146 among women. To be diagnosed with a heart disease is a traumatic experience and most people do not know what to do when receiving such news. Therefore they need education. In this project our focus is on the educational need of heart patients. We shed some light on the prior knowledge that heart patients have of their disease, what it is that they want to know, and whether the health system is meeting their educational needs. For this purpose, we compiled and analyzed peer-reviewed research articles published during the years 2000 to 2012. These articles looked at educational needs of heart patients, their knowledge and how they experienced information dissemination at health institutions. The findings suggest that educational needs differ based on gender and age. Patients seem to want first to learn about the use of medicine, the anatomy and physiology of the heart, risk factors and life style changes.
  Keywords: Coronary artery diseases, heart diseases, patient knowledge, treatment compliance, educational needs

Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til prenturnar.pdf489.6 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Forsida.pdf90.34 kBOpinnPDFSkoða/Opna