is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12033

Titill: 
 • „Við lifum öll undir sama himni“ : rannsókn á viðhorfum hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akureyri til aldraðra og öldrunarhjúkrunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjöldi aldraðra hefur aukist mikið í heiminum síðustu áratugi og á hann eftir að aukast enn meira á komandi árum. Vaxandi fjöldi aldraðra mun leiða af sér aukna þörf fyrir hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að hjúkrunarfræðinemar hafa mun minni áhuga á öldrunarhjúkrun en öðrum sérgreinum innan hjúkrunar.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akureyri til aldraðra og öldrunarhjúkrunar ásamt mati þeirra á því námi sem þeir hljóta í öldrunarhjúkrun.
  Við gerð rannsóknarinnar var notast við samspil eigindlegrar og megindlegrar aðferðarfræði. Rýnihópa annars vegar og spurningakönnun hins vegar. Við eigindlega hluta rannsóknarinnar var gagna aflað með tveimur rýnihópum þar sem þátttakendur voru 17 nemar af fjórða ári í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri en alls var 20 nemum boðið að taka þátt. Gögnin voru síðan greind með hliðsjón af aðleiðandi innihaldsgreiningu. Við megindlega hluta rannsóknarinnar var notast við stutta spurningakönnun sem lögð var fyrir alla hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akureyri en þeir voru alls 202. Svarhlutfall könnunarinnar var 45%.
  Niðurstöður: Niðurstöður úr eigindlegu rýnihóparannsókninni voru settar fram í þemum. Þegar spurt var um viðhorf hjúkrunarfræðinema til aldraðra voru meginþemun jákvæð viðhorf og neikvæð viðhorf. Þau undirþemu sem fram komu undir jákvæðum viðhorfum voru réttlætiskennd, virðing og lífsreynsla. Þau neikvæðu undirþemu sem fram komu voru hræðsla og kröfuharðir einstaklingar. Þau meginþemu sem fram komu þegar spurt var um viðhorf til öldrunarhjúkrunar voru einnig jákvæð viðhorf og neikvæð viðhorf. Þau undirþemu sem fram komu undir jákvæð viðhorf voru gefandi, bætir lífsgæði og góð tengslamyndun. Undir neikvæðum viðhorfum komu fram undirþemun barátta, niðurskurður, endastöð, skortur á spennu og tækni og aldursmismunun. Mat á námi í öldrunarhjúkrun skiptist eingöngu í tvö meginþemu en þau voru ánægja með námskeið og tillögur til úrbóta. Í rýnihópunum var mikið rætt um ytri þætti sem hefðu áhrif á viðhorf hjúkrunarfræðinema til aldraðra og öldrunarhjúkrunar og voru þeir einkum áhrif samfélagsins, áhrif fjölmiðla og áhrif heilbrigðiskerfisins.
  Spurningakönnunin leiddi í ljós að 14 þátttakendur hefðu áhuga á að starfa við öldrunarhjúkrun strax að lokinni útskrift en þó voru aðeins tveir sem tilgreindu hana sem sitt fyrsta val. Yfir helmingur þátttakenda eða 65,5% gat hugsað sér að starfa við öldrunarhjúkrun síðar. Þegar þátttakendur voru beðnir að lýsa öldrunarhjúkrun í einu orði kom ýmislegt fram. Þátttakendur skilgreindu öldrunarhjúkrun allt frá því að vera gefandi, spennandi og fjölbreytt yfir í það að vera einsleit, krefjandi og ófagmannleg.
  Ályktanir: Viðhorf hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akureyri til aldraðra er að mestu leiti gott og hafa þeir mikla réttlætiskennd gagnvart öldruðum og velferð þeirra. Þeim finnst öldrunarhjúkrun gefandi starf þar sem góð tengslamyndun á sér stað en neikvæðu hliðar starfsins skyggja á þær góðu og því eru afar fáir sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig öldrunarhjúkrun strax að loknu námi. Þó voru margir sem gátu hugsað sér að starfa við hana síðar eftir að hafa fengið reynslu og þjálfun á öðrum sviðum hjúkrunar.
  Lykilhugtök: Aldraðir, öldrunarhjúkrun, viðhorf, hjúkrunarfræðinemar, hjúkrunarfræðinám.

 • Útdráttur er á ensku

  The number of elderly individuals in the world has increased significantly the last decades and is going to increase even more over the next years. As the elder population grows, the demand for gerentological nurses rises. However many studies have shown that nursing students have less interest in gerontological nursing than in other fields of nursing.
  The aim of this study was to examine nursing student´s attitudes towards the elderly and gerentological nursing along with their evaluation of the education they receive in gerentological nursing.
  The research applied a mixed method approach where both focus groups and a questionnaire were used. The focus groups consisted of 17 fourth year nursing students at the University of Akureyri but 20 students were invited to participate. The interviews were analysed into categories and sub-categories using inductive content analysis. Subsequently a short questionnaire was sent to all 202 nursing students at the University of Akureyri were 45% answered.
  Results: The results from the focus groups were divided into categories. The main categories of nursing students attitude towards the elderly were positive attitude and negative attitude. Positive sub-categories were sence of justice, respect and life experience. Negative sub-categories were fear and demanding individuals. The main categories of nursing students attitude towards gerentological nursing were also negative attitudes and positive attitudes. Positive sub-categories were fulfilling, creates better quality of life and good connection. Negative sub-categories were struggle, cutbacks, terminal, lack of excitement and technology and ageism. When it came to nursing students experience and evaluation of the education they receive in gerentological nursing the main categories were satisfaction with the course and improvement proposals. The focus groups participant talked about things that could influence their attitude. The main influences were from the society, the media and the health care system.
  Results from the questionnaire showed that 14 participants were interested in working as a gerontological nurses after graduation. However only two of them put gerontological nursing beyond other nursing professions. 65,5% of the participants were interested in gerentological nursing later in their career. When asked to describe gerentological nursing in one word participants came up with a variety of words from fulfilling, exciting and diverse to monotonous, demanding and unprofessional.
  Conclusion: The attitude of nursing students at the University of Akureyri towards the elderly is mostly positive. They have a great sense of justice towards the elderly and their wellbeing. They agree on that gerentological nursing is fulfilling and good connections can be made working with elderly individuals. The negative aspects of the profession are though stronger than the positive aspects and very few nursing students intend to pursue a career in gerentological nursing after graduation. Some of them could though imagine working as a gerontological nurses in the future after gaining experience in other fields of nursing.
  Key concepts: elderly, gerontological nursing, attitude, nursing students, nursing education.

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað til 1.5.2020.
Samþykkt: 
 • 5.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heimildaskra.pdf231.18 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Forsida.pdf169.03 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna